fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Kaja fagnar 10 ára afmælinu með nýjum umbúðum

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 4. mars 2023 09:26

Skagakonan Guðrún Dögg Rúnarsdóttir jóga kennari er andlit Kaju Organic á nýju frækexpökkunum. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaja Organic fagnar 10 ára afmæli í mars og í tilefni þess eru söluhæstu vörurnar settar í nýja íslenskan búning með nýju útliti. Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, er konan bak við Kaja Organic og Matarbúr Kaju.

Kaja býður upp á lífrænt vottaðar matvörur eftir vigt, í smásölupakkningum og rekur einnig kaffihúsið Café Kaja. Þar er hægt að fá lífrænt kaffi, te og hollar, lífrænar kræsingar, eins og samlokur, bakkelsi og sæta bita úr besta hráefni sem völ er á. Kaja trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði hún Kaja Organic, Matarbúr Kaju og Café Kaju sem hefur blómstrað á Skaganum og fagnar nú 10 ára afmæli.

Minnka kolefnisspor og auka sjálfbærni

Regla Kaju er einföld: Allar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki. Nú eru það vörurnar sem fá að njóta afmælisins. „Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Kaju Organic setjum við söluhæstu vörurnar okkar í íslenskan búning og með nýju útliti . Með þessum breytingum náum við miklum árangri í umhverfisvernd auk þess sem viðskiptavinir okkar fá að njóta hagræðingar,“ segir Kaja.

„Við fengum Prentmet Odda til að hanna með okkur nýjar umbúðir auk þess sem Prentmet Oddi notaði nýjan vélbúnað til að framleiða öskjur með gluggum. Við förum úr pokum sem voru úr niðurbrjótanlegum efnum og framleiddir á erlendri grundu í einfalda pappa öskju með plast glugga. Með þessum breytingum náum við  að minnka kolefnisspor okkar, aukna sjálfbærni, nota umbúðir sem unnar eru úr hreinni og endurnýtanlegri orku, nota pappír úr nytjaskógum og  styðja við íslenskt atvinnulíf,“ segir Kaja og er stolt af því að geta stigið þetta skref. „Þessar breytingar gera okkur einnig kleift að lækka verð á tveimur vörutegundum og koma í veg fyrir aðrar verðhækkanir sem einnig er mikilvægt á þessum skrítnu tímum. Við fengum góða Skagakonu til liðs við okkur en jóga kennarinn Guðrún Dögg Rúnarsdóttir mun vera andlit okkar á kex auglýsingunum.“

Karen Jónsdóttir, ávallt kölluð Kaja, er konan bak við Kaja Organic og Matarbúr Kaju. Hún fagnar 10 ára starfsafmæli í mars með nýjum umbúðum fyrir vinsælustu vörur sínar. DV/ANTON BRINK.

Tekist á við áskoranir þessi 10 ár

Kaja segir að þessi 10 ár hafi svo sannarlega verið áskorun í rekstrinum. „Þegar maður sest niður og horfir til baka þessi 10 ár sem ég er búin að vera í rekstri þá er fyrsta hugsun sú: „Það er eins gott að maður getur ekki séð framtíðina. Ég hefði sennilega aldrei farið út í þennan rekstur ef ég hefði vitað að við ættum eftir að ganga í gegnum eins Covid og nú Úkraníustríðið, þrátt fyrir allar skemmtilegu stundirnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka