fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Matur

Mikil spennan fyrir Food & Fun matarhátíðinni á Héðni Kitchen & Bar

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 18:17

Sindri segir að á matarhátíðinni Food & Fun í ár verði sérstaklega gaman að taka á móti gestakokkunum en gestakokkur Héðins er breski matreiðslumaðurinn Matthew North sem kemur frá Michelin Stjörnustaðnum Hyde í Osló. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Food and Fun matarhátíðin verður nú loksins haldin dagana 1.til 4. mars eftir 3 ára hlé vegna heimsfaraldurins og því mikil tilhlökkun hjá veitingafólki á Íslandi segir Sindri Guðbrandur Sigurðsson yfirkokkur Héðins Kitchen & Bar. Sindri segir að á matarhátíðinni Food & Fun í ár verði sérstaklega gaman að taka á móti gestakokkunum en gestakokkur Héðins er breski matreiðslumaðurinn Matthew North sem kemur frá Michelin Stjörnustaðnum Hyde í Osló.

„Við Matthew erum búnir að vera í góðu samtali með matseðilinn undanfarna daga og Matthew hlakkar mikið til að koma til Íslands og standa vaktina með okkur á meðan Food & Fun stendur yfir, “ segir Sindri.

Fyrsta Michelin stjarnan 2022

Hyde fékk sína fyrstu Michelin stjörnu árið 2022 og er Matthew þekktur fyrir að nota gæðahráefni og vinnur mikið með norskt sjávarfang. Það var mjög gaman að vinna þetta með honum og útkoman er 5 rétta stórfenglegur matseðill þar sem íslenskt sjávarfang og íslenska lambið fá að vera í forgrunni og njóta sín með áherslum Matthew á bragðsterka rétti.

Matthew sem er frá Bretlandi og hefur alla tíð heillast að indverskri matargerð en sú matargerð er mjög þekkt í Bretlandi. Einkennandi fyrir hans rétti er að nota bragðsterk krydd. Matthew notar Indversk krydd og þá sérstaklega formöluð krydd frá grunni þannig að réttirnir verða ómótstæðilegir. Galdrar Matthew er að nota örfá gæða hráefni fyrir hvern disk og tekst honum þannig að búa til harmoniska bragðmikla rétti sem láta mann langa í meira með hverjum bita. Hans matreiðslustíll byggir á nokkrum matargerðum og felur í sér mikið af kryddi, salti, fitu og umami sem nær góðu jafnvægi á milli grænmetis, kjöts og sjávarfangs.

„Þetta verður veisla,“ segir Sindri að lokum og hvetur fólk til að bóka borð tímanlega sem er hægt á dineout síðu Héðins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi