fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Matur

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 08:50

Þessi guðdómlegir bænda-dögurður kemur úr smiðju Maríu Gomez og gleður bragðlaukana. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ferð sinni í flugum í Ameríku sem flugfreyja í fyrra kynntist María Gomez, eldhúsgyðjan okkar með meiru og matarbloggari, nokkrum réttum sem heilluðu hana upp úr skónum. Þetta er einn af þeim réttum og hún lék eftir með sinni alkunnu snilld í eldhúsinu.

„Ég fékk þennan dásamlega rétt á Cafe Landwer í Toronto og vá hvað hann var góður. Hann heitir Farmers Breakfast og þið getið séð hann hér,“ segir María. Þetta er ekki bara fallegur dögurður heldur er hann líka guðdómlega góður og gleður öll skilningarvitin.

Við mælum með að þið prófið þennan sem allra fyrst og njótið. Hægt er að fylgjast með matarblogginu hennar María á síðunni hennar Paz.is

Njótið vel.

Foccaccia brauð

200 ml volgt vatn

1 msk. hunang

1 msk. þurrger

½  tsk. fínt salt

350 g hveiti

2 msk. ólífuolía

Kryddolía á brauðið

½  dl ólífuolía

1 msk. Organic Liquid hvítlaukur

klípa af grófu salti

þurrkuð steinselja

Salat

Salatblanda (eða annað kál)

7-8 stk. cherry tómatar eða piccolotómatar

10 stk. Vínber

10  stk. svartar ólífur

smátt skorinn rauðlaukur

Fetaostakubbur eða fetaostur í olíu

½  avókadó

3 msk. ólífuolía

1 msk. Organic Liquid Basil

salt

Annað

4 stk. egg

Valfrjálst að hafa Organic Liquid Chili

Salt eftir smekk

Pipar eftir smekk

AÐFERÐ:

Foccaccia brauð

Setjið vatn, hunang og ger saman í litla skál og látið standa í 5 mínútur eða þar til kemur eins og þykk leðja ofan á. Setjið svo hveiti og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman saltinu og hveitinu. Kveikið svo á hrærivélinni með krókinn á og stillið á lítinn hraða og hellið gerblöndunni hægt og rólega saman við. Hnoðið þar til deigið fer að bindast saman og hellið þá olíunni út á og hnoðið í eins og 5 mínútur eða þar til er orðið að fallegri kúlu. Látið svo hefast í eina klukkustund og hrærið í kryddolíuna á meðan með því að setja saman í litla skál ólífuolíuna, Organic Liquid hvítlaukinn, salt og þurrkaða steinselju og leggið svo til hliðar.

Salat

Takið allt sem á að fara í salatið og skerið það mjög smátt niður og blandið saman í skál. Myljið svo fetaostakubbinn út á og hrærið svo saman dressinguna eða 3 msk ólífuolíu, 1 msk Organic Liquid Basil og klípu af salti og geymið til hliðar.

Bakstur og samsetning

Þegar brauðið er búið að hefast takið það þá úr skálinni og skiptið í tvennt. Gerið kúlu úr hvorum helmingnum og byrjið að fletja hverja kúlu út með því að ýta á hana með flötum lófanum og teygja til hliðar og langsum, ekki nota kökukefli heldur teygið það og ýtið á miðjuna með fingrunum þar til það er orðið eins og löng pizza og leyfið því svo að hefast aftur undir stykki í 10-15 mínútur. Penslið svo deigið vel með hvítlauksolíunni og saltið smá með grófu salti. Bakið við 220 °C blástur í 15 mínútur. Þegar brauðið er alveg að verða til er gott að spæla eggin á pönnu með olíu og salta og pipra. Þegar brauðið kemur heitt úr ofninum, setjið þá tvö spælegg á sitthvort brauðið og svo salat með til hliðanna. Dreifið basilolíu yfir salatið og ef ykkur finnst chili gott þá fannst mér geggjað að setja nokkra dropa af Organic Liquid chili yfir eggin. Berið heitt fram og njótið.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn