fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Uppáhalds bollurnar hennar Elenoru saman komnar hér

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 12:34

Bolludagurinn hefur alltaf verið uppáhalds dagurinn hjá Elenoru Rós, alveg frá því að hún var barn. DV/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elenora Rós Georgsdóttir bakari og bolluaðdáandi á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni og mælir með því að við þjófstörtum bolludeginum í dag.

Bolludagur er eins og þjóðhátíðardagur bakarans og Elenora segir hann vera í miklu uppáhaldi. „Frá því ég var lítil hefur þetta alltaf verið uppáhalds dagurinn minn á árinu. Þegar ég var barn var venjan að vera með bollukaffi og þá var þessi klassíska í uppáhaldi eða með Royal karamellubúðing. Síðan voru fiskibollur eða kjötbollur í matinn á bolludaginn sjálfan.

„Ég mæli með að fólk prufi eitthvað nýtt og spennandi fyrir þennan ótrúlega skemmtilega dag og eigi góða stund með fólkinu sínu.“ Elenora deildi með lesendum Fréttablaðsins uppskriftum af nokkrum sínum uppáhalds bollum og bryddaði upp á í þættinum Matur og heimili í fyrra. Hér eru á ferðinni fjórar mismunandi sælkera fyllingar sem auðvelt er að gera og gleðja alla bolluunnendur.

Vatnsdeigsbollur

150 ml mjólk

150 ml vatn

250 g smjör við stofuhita

8 g sykur

4 g salt

230 g kökuhveiti

7 egg

Bragðlítil olía til steikingar

Byrjið á því að blanda saman fyrstu fimm hráefnunum í pott og hitið að suðu. Um leið og þetta byrjar að sjóða bætið þið hveitinu saman við og ristið massan með því að hræra vel og hratt allan tímann. Massinn er tilbúin þegar hann byrjar að losna frá hliðunum og er komin saman. Þegar massinn er tilbúinn er hann settur í hrærivélaskál og hrærður hratt til að ná mestum hita úr deiginu. Þegar deigið er búið að hrærast í smá tíma og er orðið volgt má byrja að bæta einu eggi við í einu, passið að hræra vel á milli og skafa öðru hvoru niður hliðarnar. Deigið er nú tilbúið og á að vera silkimjúkt og renna fallega en rólega niður. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á bökunarpappírsklædda plötu. Hitið ofninn upp í 180°C. Bakið bollurnar í um það bil 20 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar og búnar að lyfta sér vel.

Lakkrísdraumur

Nóg fyrir u.þ.b. 20 bollur

1 poki Pipar Nóa Kropp

1 pakki Eitt sett Royal Búðingur

1 dolla Dracula duft

Flórsykur

500 ml þeyttur rjómi

Búið til Royal búðinginn samkvæmt leiðbeiningum. Skerið bollurnar í tvennt. Setjið Eitt Sett búðing á bollurnar. Setjið nokkar Nóa Kropp kúlur á bollurnar og setjið síðan rjómann á og lokið bollunni. Blandið smá flórsykri og Dracula dufti saman og sigtið yfir bollurnar.

Karamelluubomba

Nóg fyrir u.þ.b. 20 bollur

500 ml þeyttur rjómi

Royal saltkaramellubúðingur

Daimkurl

100 g flórsykur (eða fínmalaður hrásykur)

20 g kakó

20-30 ml vatn

Búið til Royal búðing samkvæmt leiðbeiningum. Skerið bollurnar í tvennt. Setjið karamellubúðing, Daimkurl og þeyttan rjóma á bolluna og lokið bollunni. Blandið saman flórsykri, kakói og vatni og búið til glassúr. Smyrjið glassúr á lokið.

Bragðarefurinn

Nóg fyrir u.þ.b 20 bollur

1 pakki kókosbollur

1 pakki jarðarber

Nutella

500 ml þeyttur rjómi

Blandið saman þeyttum rjóma og kókosbollum. Skerið bollurnar í tvennt. Skerið niður jarðarberin. Setjið kókosbollurjóma og jarðaber á bolluna og lokið. Smyrjið Nutella á lokið á bollunni.

Sú Klassíska

Nóg fyrir u.þ.b 20 bollur

1 pakki jarðarber

Sulta að eigin vali

500 ml þeyttur rjómi

100 g flórsykur (eða fínmalaður hrásykur)

20 g kakó

20-30 ml vatn

Skerið niður jarðarberin í litla bita eða sneiðar. Skerið bollurnar í tvennt. Setjið sultu í botninn á bollunni. Setjið síðan rjóma á bolluna og raðið jarðarberjum á rjómann. Búið til glassúr með því að blanda saman vatni, flórsykri og kakói. Lokið bollunni og smyrjið glassúr á lokin á bollunum.

*Allt hráefnið fæst í versluninni Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb