fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Matur

Hver elskar ekki að djúsa?

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 10:41

Unnur Guðríður Indriðadóttir nýtur þess að taka sér djúsdag eftir vellystingarnar um hátíðirnar. MYND/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hátíðirnar er gott að taka hreinsun eða léttara fæði og þá hafa djúsdagar verið vinsælir hjá landsmönnum um þessar mundir. Margir taka djúsdaga til að núllstilla líkamann og jafnvel til að undirbúa sig fyrir léttara og hollara fæði.

„Yfir hátíðirnar borða ég meiri sykur en venjulega og reykt fæði, hangikjöt og hamborgarhrygg. Eftir slíkan tíma finnst mér gott að taka djúsdag eða létta daga.

Yfirleitt borða ég eitthvað létt með djúsdeginum, fæ mér til dæmis hafragraut á morgnana og salat eða súpu um kvöldið. En það fer alveg eftir því hvernig ég er stemmd og það er alltaf best að hlusta á líkamann og finna hvað hentar manni best,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Að sögn Unnar inniheldur djúsdagur Lemon sex ferska safa, alla nýkreista úr fyrsta flokks hráefni.  „Við veljum að setja engifer og sítrónu í meirihlutann af okkar djúsum. Ástæðan er að engifer dregur úr bólgum og örvar meltingarveginn og sítrónur eru ríkar af C-vítamíni og innihalda hátt hlutfall af kalíum“ segir Unnur.

Djúsdagur Lemon lítur svona út:

„Byrjaðu daginn á glasi af volgu vatni, ef þú átt til sítrónu er ekkert verra að skella henni út í. Næst færðu þér MR WHITE en hann inniheldur græn epli, grænkál, sítrónu og mangó. Í millimál er gott að fá sér MR ORANGE, en hann er fallegur og ferskur úr nýkreistum appelsínum, gulrótum, engifer og sítrónum. Í hádeginu rennur MR PINK  ljúft niður en hann er úr eplum, greip og engifer. Seinnipartinn er dúndur að fá sér MR BLUE, en hann inniheldur rauðrófu, engifer, epli og sítrónu. MR BLONDE inniheldur epli, sítrónu, engifer og spínat og rennur ljúft um kvöldmatarleytið. Gott er svo að enda daginn á sætum drykk, MR BROWN en hann inniheldur epli, mangó og jarðarber,“ segir Unnur og bætir við að þessir djúsar hafi notið mikilla vinsælda og þyki afar góðir á bragði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi