fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Kaldur hafragrautur að hætti Lindu Ben sem þú átt eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 10:48

Hér er á ferðinni uppáhalds kaldi hafragrauturinn hennar Lindu Ben matarbloggara þessa stundina. MYNDIR/LINDA BEN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert er betra en að fá sé hollan og bragðgóðan morgunmat sem dugar vel og gefur manni orku út í daginn. Hafragrautur í ýmsum útgáfum hefur verið vinsæll í áranna rás og kaldur hafragrautur hefur verið að koma sterkur inn.

Hér höfum við uppáhalds kalda hafragrautinn hennar Lindu Ben matarbloggara með meiru. Hún segir hann vera sinn uppáhalds þessa stundina og hann sé alveg einstaklega bragðgóður.

„Það sem ég elska við kalda hafragrauta er að maður getur gert þá með löngum fyrirvara og átt tilbúna inn í ísskáp þegar manni vantar eitthvað gott og mjög hollt. Það er líka upplagt að taka með sér kalda hafragrauta með sér í nesti,“ segir Linda.

Grauturinn er stútfullur af góðum næringarefnum og dugar vel og lengi. Grauturinn inniheldur með annars hnetusmjör og jarðarberjasultu, jarðarberja hafraskyr, chia fræ og auðvitað hafra. Grauturinn er án mjólkurvara og er vegan.

Hægt er að fylgjast með matarbloggi Lindu Ben á heimasíðunni hennar hér.

PB&J kaldur hafragrautur – með hnetusmjöri og sultu

50 g hafrar

1 msk. chia fræ

150 g jarðarberja hafraskyr frá Veru

1 msk. hnetusmjör

1 dl vatn

Sykurlaus jarðarberjasulta

Frosin hindber

Múslí (má sleppa)

Setjið hafra, chia fræ, jarðarberja hafraskyr og hnetusmjör í skál. Hrærið saman. Bætið vatninu saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast. Leyfið blöndunni að taka sig í um það bil 30 mínútur. Skiptið blöndunni í tvo hluta, setjið fyrst botnfylli í glösin og setjið u.þ.b. 2 teskeiðar af sultu í hvort glasið, setjið svo restina af grautnum yfir. Hægt er að loka glösunum og geyma inn í ísskáp yfir nótt (geymst vel í 2-3 daga), en grauturinn er góður eftir u.þ.b. 30-60 mínútur. Toppið grautinn með hindberjum og smá múslí eftir smekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum