fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Pestó pastasalat sem er fullkomið í nesti

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 5. september 2022 11:26

Hér erum við komin með góða hugmynd af hollu og góðu nesti til að taka með í skólann eða vinnuna úr smiðju Berglindar Hreiðars. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er haustrútínan komin á fullt og skólastarf komið í fastar skorður á öllum skólastigum. Allir þurfa að nærast og sumir þurfa að útbúa nesti til að taka með í skólann eða vinnuna. Þá er gott að fá nýjar og ferskar hugmyndir af einföldum réttum. Hér erum við með ótrúlega einfalt, hollt og gott pastasalat sem hentar vel sem nesti, hvort sem það er í skólann eða vinnuna sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars, matar- og lífsstílsbloggara hjá Gotterí og gersemar. Það er hægt að undirbúa þetta allt og setja í sitthvort boxið í ísskápinn og síðan getur hver og einn sett saman salat eftir eigin ósk og stjórnað þannig magni af hverju hráefni.

Pestó pastasalat

Einn skammtur  (mælum með að gera nokkra í einu)

100 g pasta að eigin vali

30 g Classic Basil pestó frá Sacla

1 msk. ólífuolía

½ dós ORA túnfiskur í vatni

Nokkrir piccolo tómatar

Nokkrar mozzarellaperlur

Fersk basilíka

½ harðsoðið egg

Sjóðið pasta í söltu vatni og kælið. Blandið pestó + ólífuolíu saman við með sleikju og setjið í nestisbox/skál. Setjið túnfiskinn ofan á ásamt öðrum hráefnum og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu