fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Matur

Tacos skálar á 15 mínútum sem slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 5. ágúst 2022 11:59

Þessar gómsætu tacos skálar tekur einungis 15 mínútur að framreiða. MYNDIR/HILDUR RUT INGIMARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver vill ekki slá í gegn með góðri máltíð sem tekur bara 15 mínútur að framreiða og tryllir bragðlaukana? Hér er Hildur Rut Ingmarsdóttir matarbloggari á Trendnet með hugmynd af Tacos skálum sem steinliggja og sáraeinfalt er að útbúa.

„Einn af mínum uppáhalds hversdagsréttum sem klikkar aldrei! Tekur 15 mínútur að elda og krakkarnir elska þetta. Ég set oftast kínóa eða baunir í réttinn sem mér finnst svo frábært. Djúsí og krönsí grænmetisréttur sem ég mæli með að þið prófið,“ segir Hildur Rut.

Tacos skálar

Mæli með þremur tacos skálum á mann

10 stökkar tacos skálar

ólífuolía

1 pkn tilbúið kínóa frá Quinola (mér finnst mexíkóskt eða bragðlaust best)

1 krukka salsasósa

Krydd

Laukduft, hvítlauksduft, cumin, salt og pipar eftir smekk

Rifinn cheddar ostur

Toppurinn

Habanero sýrður rjómi (eða venjulegur)

Ostasósa

Smátt skorin gúrka, eftir smekk

Smátt skorinn tómatur, eftir smekk

1-2 avókadó, stappað með salti, pipar og lime safa

Limebátar

Steikið kínóa upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Blandið salsa sósunni saman við. Dreifið tacos skálunum á bökunarplötu og fyllið þær með kínóa blöndunni og rifnum osti. Bakið í ofni við 190°C í um það bil 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Toppið með sýrðum rjóma, ostasósu, gúrku, tómötum, avókadó og kreistið lime safa yfir. Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti