fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Hinn fullkomni sunnudagskvöldverður – Steik og sætkartöflusalat

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 10:17

Steikin og sætkartöflusalatið er klárlega hin fullkomna tvenna ef ykkur langar í góðan kvöldverð. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudagar eru gjarnan fjölskyldudagar þar sem fjölskyldan gerir vel við sig í mat og drykk og nýtur þess að eiga saman hugljúfar samverustundir. Hér er á ferðinni dásamleg uppskrift af hinum fullkomna sunnudagskvöldverði fyrir þá sem elska steikur með góðu meðlæti sem bragð er af. Balsamik marínerað ribeye með sætkartöflusalat af betri gerðinni er það nýjasta úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðu Gotterí og gersemar.

Sætar kartöflur í kartöflusalati er góð tilbreyting frá þessu hefðbundna og þetta hérna var algjörlega dásamlegt. Smá spicy og þið getið auðvitað stýrt því hversu mikið chilli majónes þið setjið á móti því klassíska. Þetta kartöflusalat verðið þið að prófa. Steikin og salatið er klárlega hin fullkomna tvenna ef ykkur langar í góðan kvöldverð.

Spicy sætkartöflusalat og balsamik marínerað nautakjöt

Fyrir fjóra

Sætkartöflusalat

700 g sætar kartöflur

50 g Hellmann‘s Chilli majónes

70 g Hellmann‘s klassískt majónes

½ rauðlaukur (saxaður)

1 tsk. saxað ferskt chilli

2 rifnir hvítlauksgeirar

1 msk. sætt sinnep

Salt og pipar eftir smekk

Ólífuolía

Hitið ofninn í 200°C. Flysjið kartöflurnar og skerið í munnstóra teninga. Veltið upp úr um 3 msk. af ólífuolíu og salti og pipar eftir smekk. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kartöflubitarnir mýkjast, kælið síðan alveg niður áður en salatið er útbúið. Pískið saman báðar tegundir af majónesi ásamt sinnepi, chilli, hvítlauk, salti og pipar. Blandið síðan saman kartöflum, rauðlauk og majónesblöndu og berið fram með steikinni.

Balsamik marínerað ribeye

3-4 sneiðar ribeye

50 g ólífuolía

50 g balsamik edik

50 g soya sósa

40 g Worcestershire sósa

1 tsk. Dijon sinnep

2 rifin hvítlauksrif

½ tsk. salt

¼ tsk. pipar

Hrærið öllu saman nema kjötinu. Hellið maríneringunni yfir kjötið í skál eða setjið í zip-lock poka svo lögurinn umlyki allar steikurnar. Plastið og marínerið í um tvær klukkustundir. Grillið síðan á vel heitu grilli þar til kjarnhiti er um 58°C og leyfið þeim að hvíla í um 10 mínútur áður en þið skerið í þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna