Stálsmiðjan Héðinn hefur flutt í Hafnarfjörð en veitingastaðurinn ber áfram nafnið í þessu sögufræga húsi við Seljaveg 2 í hjarta miðbæjarins á Grandanum. Veitingastaðurinn hefur frá því hann opnaði ekki einungis fengið gott hrós fyrir góðan mat heldur einnig hlotið mikla athygli fyrir glæsilega hönnunn. Það var alþjóðlega hönnunarstofan I AM London sem hannaði útlit staðarins og vinnur með hugmyndina þar sem kraftar íslenskrar náttúru og maðurinn mætast. Þegar litið er til lofts og veggja er innblásturinn af grafíkinni sóttur í staðfræði og tákna línurnar og formin hæðarlínur Íslands séð frá lofti, mismunandi litir undirstika þannig hæðir landsins. Loftskúlptúrar úr gylltum keðjum sem hanga yfir barnum og grillsvæðinu gefa staðnum hlýjan og tignarlegan blæ. Íslenska landslagið kemur einnig fram í lögun barsins með grófu grjótbrúninni og tengir barinn við grillsvæðið í salnum. Umfang rýmisins hefur einnig gert það kleift að einkasalirnir á staðnum virka sem sveigjanleg fundarsvæði eða einkaveitingastaðir. Það er góð lofthæð á Héðinn og vítt til veggja svo nútímaleg hönnuninn nýtur sín mjög vel og gefur einstaka tilfinningu fyrir hlýju, orku og góðu andrúmslofti. Það kemur síðan í ljós 5. september hvaða veitingastaðir munu vinna til verðlauna.

Hér fyrir neðan má sjá fréttina á síðu Restaurant and Bar Design Awards:

https://restaurantandbardesignawards.com/entry/12521