Eins fram kemur á vef Fréttablaðsins voru þær fréttir berast frá Vestmannaeyjum að haldin verður dýrðleg matarhátíð dagana 8.-10. september næstkomandi. Hátíðin hefur hlotið nafnið MATEY en þar munu veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu taka höndum saman til að leiða saman úrvals hráefni og framúrskarandi matreiðslu.
Veitingastaðir bæjarins verða þar í aðalhlutverki en Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarveðlaunanna Emblu árið 2021 sem besti mataráfangastaðurinn á Norðurlöndunum. Fjölbreytt flóra veitingastaða og gæði veitingastaðanna spiluðu þar lykilhlutverk en veitingasenan þar er framúrskarandi og hefur vakið athygli víða.
Veitingastaðirnir GOTT, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs munu af þessu tilefni bjóða upp á margrétta sérseðla sem sem útfærðir verða af nokkrum af bestu matreiðslumönnum Norðurlanda sem munu mæta sem gestakokkar á hátíðina. Að auki verður boðið upp á sérrétti á Tanganum, Kránni, Pístusgerðinni, Canton og Brothers.
Fyrirtæki á svæðinu munu taka virkan þátt í hátíðinni á borð við Ísfélagið, VSV, Leo Seafood, Grím kokk, Marhólmi og Iðunn Seafood.
Hér er á ferðinni matarhátíð sem enginn matgæðingur ætti að láta framhjá sér fara því það er deginum ljósara að þarna verður sælkeramatur í boðið úr besta hráefninu sem völ á þessum slóðum.