fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Lemon semur við afreksíþróttafólk – Hópurinn hefur fengið nafnið Team Lemon

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 8. júlí 2022 13:36

Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu er næringarfræðingur að mennt og velur holla og góða næringu. Hún er í Team Lemon teyminu nýja. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kemur á vef Fréttablaðsins í dag að veitingastaðurinn Lemon hefur gert styrktarsamninga við íþróttafólk í fremstu röð hér á landi.

,,Við höfum fundið fyrir miklum vilja frá afreksíþróttafólki að velja Lemon samlokur og djúsa þar sem þau vita að okkar veitingar eru holl og góð næring. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að afreksíþróttafólk velji Lemon. Við höfum verið iðin við að bæta íþróttafólki í Lemon hópinn og hefur hópurinn fengið nafnið Team Lemon. Við hlökkum mikið til þessa samstarfs með þessu flotta afreksfólki,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon og Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu.

 

 

 

 

 

 

Í Team Lemon eru íþróttamennirnir, Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu, Arnar Pétursson, hlaupari, Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari, Ingvar Ómarsson hjólreiðamaður, Telma Matthíasdóttir líkamsræktarþjálfari og einn af eigendum Bætiefnabúllunnar og Martin Bjarni Guðmundsson fimleikamaður.

,,Framundan eru stórar keppnir og nú er m.a. Elísa að keppa með íslenska kvennalandsliðinu í úrslitum EM í knattspyrnu. Hún verður einmitt í eldlínunni með liðinu gegn Ítalíu, Belgíu og Frakklandi á næstu dögum og öll þjóðin bíður spennt eftir leikjunum. Elísa, sem á að baki 47 leiki með landsliðinu, er næringarfræðingur og er því mjög meðvituð um val á næringu. Til að ná árangri skiptir næring miklu máli. Mikilvægt er að borða vel og passa upp á sambland næringarinnar. Við þurfum öll að fá nægilega mikið og góða blöndu af próteini, kolvetnum og fitu,“ segir Unnur Guðríður.

Hún bætir við að Arnar sem vann sinn fimmtugasta Íslandsmeistaratitil í vikunni og Þórólfur sem fagnar 20 ára keppnisafmæli í dag  séu að fara að takast á við Laugaveginn í júlí.

Ingvar sem er ósigraður eftir 10 keppnir á árinu er að fara í þrjár stórar keppnir núna í júli meðal annars The Rift sem er 200 km löng malarhjólakeppni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna