Veitingastaðurinn Óx hefur hlotið Michelin-stjörnu og veitingastaðurinn DILL hélt sinni stjörnu. Frá þessu var greint í Stafangri í Noregi seinnipartinn í dag.
Nýr leiðarvísir Michelin fyrir Norðurlöndin var tilkynntur með formlegum hætti í Stafangri í dag.
Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX tóku við viðurkenningunni fyrir hönd veitingastaðarins á hátíðlegri athöfn. Nú hafa allir staðirnir sem bætast í flóru Michelin-stjörnustaða á Norðurlöndunum með eina stjörnu.
Nú eru því tveir veitingastaðir á Íslandi með hina eftirsóttu Michelin-stjörnu en auk Óx, er staðurinn Dill einnig með stjörnu sem er einstakur áfangi fyrir íslenska veitingahúsamenningu.
Óx hefur undanfarin ár verið á sérstökum lista yfir veitingastaði sem Michelin mælir með á Norðurlöndunum.
Matarvefur DV óskar Michelin-stjörnuhöfunum innilega til hamingju með áfangann.