fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Matur

Hulunni svipt af hinni frægu syndsamlegu frönsku súkkulaðitertu á Café Sumarlínu

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 29. júlí 2022 08:02

Hér er á ferðinni syndsamlega ljúffeng fröns súkkulaðiterta sem þú átt eftir að elska. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fáskrúðsfirði í fallegu húsi skammt frá sjónum við fjörðinn á glæsilegum útsýnisstað er veitingastaðurinn og kaffihúsið Café Sumarlína. Café Sumarlína hefur notið mikilla vinsælda heimamanna og ferðamanna. Það eru hjónin Óðinn Magnason og Björg Hjelm eiga og reka Café Sumarlínu og standa vaktina nánast daglega.

Hjónin bjóða gestum sínum upp á heimlagaðar veitingar og hið margrómaða meðlæti með kaffinu úr héraði. Franska súkkulaðitertan á Café Sumarlínu nýtur mikilla vinsælda og ekki af ástæðulausu. Hún er bökuð af ástríðu og natni með frönsku ívafi sem gerir hana svo ómótstæðilega góða. Eflaust ekki tilviljun að franska súkkulaðikakan njóti þessara vinsælda þar sem bærinn býr yfir frönskum blæ og margir hafa viljað fá uppskriftina af þessari syndsamlegu súkkulaðitertu.

„Það verður að vera ekta frönsk terta í boðinu það höfum við nú gert í 16 ár á Sumarlínu, í fyrra árið 2021 seldust 52 franskar súkkulaðitertur á árinu eða ein á viku,“ segja hjónin Óðinn og Björg sem ávallt standa vaktina á Sumarlínu.

Við á mataravef DV.is fengum hjónin til að svipta hulunni af uppskriftinni af þessari syndsamlega ljúffengu frönsku súkkulaðitertu sem enginn getur staðist. Þessi er fullkomin til að njóta á þessari stærstu ferðahelgi landsmanna

Franska súkkulaðitertan á Café Sumarlínu

4 egg

1 dl flórsykur

200 g smjör

200 g suðusúkkulaði

1 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

Byrjið á því að þeyta egg og sykur vel saman. Bræðið saman smjör og súkkulaði. Sigtið hveiti, flórsykur og lyftidufti varlega yfir eggjablönduna og loks er súkkulaðiblöndunni hellt varlega saman við og hrært varlega. Setjið deigið í hringlótt form og bakið við 170° C hita í bakarofni í um það bil 30 mínútur.

Kremið á hina frönsku

70 g smjör

150 g suðusúkkulaði

1-2 msk. síróp

Smjörið, súkkulaði og sírópið er brætt saman og hellt ofan á tertuna þegar hún er orðin köld. Berið fram með þeyttum rjóma og/eða vanillu ís og ferskum berjum að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum