Gabríel Kristinn Bjarnason, 22 ára matreiðslumaður, veit fátt skemmtilegra en að grilla og elskar að prófa sig áfram með alls konar rétti á grillinu. Nú þegar sumarið er komið er Gabríel duglegur að grilla og finnst ávallt jafn gaman að gleðja vini sína og fjölskyldu með sælkerakræsingum. „Þegar ég er að grilla á sumrin finnst mér ómissandi að hafa íslenskt smjör með, því það er gott með öllu, kjöti og grænmeti og hægt er að nota það á marga vegu. Svo er það líka bara svo gott.“
Á dögunum í Grillblaðið Fréttablaðsins bauð Gabríel upp á syndsamlega ljúffengt tígrisrækjusalat sem steinliggur þegar grilla á sælkerarétti.
1 poki tígrisrækjur, frosnar, afþíðið
Marínering fyrir tígrisrækjurnar
300 g olía
50 g srirachasósa
200 g milt chillipaste
30 g túrmerik
50 g reykt paprikuduft
20 g salt
10 g svartur pipar
30 g hvítlauksduft
1 box blandað salat frá Lambhaga
Blandið öllu saman og marínerið rækjurnar. Leyfið rækjunum að liggja í maríneringunni í sólarhring inni í kæli. Fyrir grillunina þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið. Það tekur örskamma stund að grilla þær.
Svo er hægt að toppa réttinn með því sem ykkur þykir girnilegt.