Tískuhúsið Louis Vuitton tekur skrefið lengra og opnaði veitingastað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní síðastliðinn eins og fram kemur á vef mbl.is. Það er á hinni rómuðu frönsku riveríunni í bænum Saint Tropez, sem tískurisinn opnaði dyrnar, þar sem finna má strandklúbba og iðandi næturlíf þeirra ríku og frægu.
Umgjörð veitingastaðarins er stórfengleg og má finna á verönd hótelsins White 1921, sem staðsett er í hjarta bæjarins við Place de Lices, sem er fullur af glæsilegum verslunum, huggulegum kaffihúsum og markaði er selur allt frá baguette yfir í antíkmuni. Það er hinn frægi Michelin stjörnukokkurinn Mory Sacko, sem stendur hér við stjórnvölinn og færir gestum matseðil frá öllum heimshornum – Afríku, Japan og Frakklandi með léttum réttum og tapas. Verönd staðarins er af dýrari gerðinni, en þar sjá má sjá muni úr Objets Nomades vörulínunni sem er að finna innan um gullfalleg limgerði og gróður.