fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 27. maí 2022 16:00

Eva María býður lesendum upp á syndsamlega ljúffenga helgarmatseðil þar sem hennar uppáhalds réttir eru í forgrunni. MYND/SVAVAR SIGURSTEINSSON.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva María Hallgrímsdóttir ástríðubakari, sælkeri og eigandi Sætra synda á heiður á þessum syndsamlega ljúffenga helgarmatseðli DV.is. Eva elskar að töfra fram sælkera kræsingar fyrir fjölskyldu og vini og veit fátt skemmtilegra á fallegum sumardögum.

„Nóg að gera þessa dagana sem er bara svo yndislegt og skemmtilegt eftir tvö ár af Covid. Fermingar voru á fullu í apríl og teygja anga sína smá inn í júní en svo eru útskriftir að fara á fullt núna í lok maí  og verða út júní og svo verður sumarið bjart og fullt af brúðkaupum og skemmtilegum veislum. Ég náttúrulega elska að borða góðan mat og því ætla ég að deila með ykkur nokkrum að mínum uppáhalds uppskriftum, svona sumarlegir og léttir og svo er tilvalið að brúka grillið þegar það er sól úti,“ segir Eva María full tilhlökkunar.

Hér er hinn syndsamlegi ljúffengi matseðill kominn þar sem matur og munúð er í forgrunni.

Föstudagur – Aðalréttur

Andalæra salat með smjörsteiktum perum, granatepli, ristuðum pekanhnetum og toppað með geitarosti
1 dós af confit andalærum
1 pera
1 granatepli
Gott salat
Pekanhnetur eftir smekk
Geitarostur – mæli með Chavroux

Byrjið á því að skella lærunum inn í heitan ofn (tími og hiti skv. ráðleggingum á dós) þar til þau eru orðin smá krönsí. Leyfi þeim svo að standa og jafna sig á meðan ég útbý salatið. Setjið svo pekanhneturnar á pönnu og rista aðeins, því næst setjið smjör á pönnu og setjið sneiðar af perunni á pönnu og smjörsteikið þær.
Svo er bara að ná sér í fallega skál eða fat, smella salatinu neðst, svo granatepli (nota bara fræin). Sker svo niður smjörsteiktu perusneiðarnar og ríf niður andalærin. Blanda þessu öllu saman og toppa með góðum geitarosti.

Laugardagur – Þriggjarétta matseðil

„Ég elska að halda matarboð og þá er svo gaman að hafa geggjaðan en einfaldan forrétt.“

Forrétturinn


Proscuitto skinka með ferskum mozarella, kirsuberjatómatar, ristuðum furuhnetum, klettasalati og toppað með truffluolíu og sjávarsalti.

Proscuitto skinka
Ferskur Mozarella
Kirsuberjatómatar eftir smekk
Furuhnetur eftir smekk
Klettasalat eftir smekk
Trufflolía eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk

Þetta er einfaldasti forréttur í heimi en ég tek sneiðar af Proscuitto skinku og legg á fallegan disk. Rista svo furuhnetur á pönnu, sker niður kirsuberjatómata og ferskan Mozzarella ost og dreifi þessu fallega yfir skinkuna.  Set svo klettasalat, sjávarsalt og toppa með truffluolíu. Gerist ekki einfaldara en svo gott.

Aðalrétturinn að hætti Evu Maríu

Rækjur á súrdeigsbrauði

1 box sveppir
3-4 skalottlaukur
1 hvítlaukur
1,5 dl hvítvín
1 peli rjómi
1 stk. grænmetisteningur
hvítlaukskrydd eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk
Smjör eftir smekk
olía eftir smekk
Risarækjur
Gott súrdeigsbrauð

Byrja á að skera niður sveppi, skalottlauk, hvítlauk og steikja á pönnu upp úr smjöri. Þegar það er búið að malla í smá stunda (3-4 mínútur) skelli ég dass af hvítvíni á pönnuna og sýð hvítvínið niður. Því næst bæti ég við rjóma, grænmetiskrafti, hvítlaukskrydd og salt og pipar. Svo leyfi ég þessu bara að malla á pönnu á miðlungshita á meðan ég græja rækjurnar. Þá bý ég til hvítlaukssmjör með að hræra saman í hrærirvél, smjör, olíu, hvítlaukskrydd og salt og pipar. Þeyti þetta saman í 2-3 mínútur. Þá er gott að smella súrdeigsbrauðinu inn í ofn og hita það aðeins. Því næst set ég smjörið á heita pönnu og steiki rækjurnar. Passa að rækjurnar þurfa bara 1-2 mínútur á hvorri hlið. Tek svo allt af pönnunni, rækjurnar og smjörið og bæti saman við sveppa/lauk blönduna og leyfi þessu aðeins að mixast í 1-2 mínútur. Svo er bara að taka brauðið úr ofninum, skera í fallegar sneiðar og toppa með rækjunum og öllu góðgætinu.

Eftirrétturinn syndsamlegi

„Ég bý nú svo vel að eiga eitt stykki Kampavínskaffihús og finnst frábært að verða mér úti um gómsæta eftirrétti þar eins og og mini pavlovur eða ostakökur eða karamellusúkkulaðimousse í sætum einstaklingskrukkum sem er fullkominn endir á máltíðinni.“

Sunnudagur

„Er ekki tilvalið að enda helgina á smá grilli en það er svo einfalt að grilla kjúkling og svo er hægt að nýta afganga í nestið á mánudag, gerist ekki betra.“

Svakalegasti heilgrillaði kjúklingurinn sem matgæðingarnir missa sig yfir (frettabladid.is)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum