Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins setti Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari á Duck & Rose saman matseðil með réttum sem allir voru búnir til með Mabrúka kryddunum. Síðastliðinn föstudag var síðan haldin sannkölluð veisla þar sem Safa Jemai frá Mabrúka var á svæðinu sagði matargestum fallegu söguna bak við kryddin. Eins og áður sagði var þessi viðburður var hluti af dagskrá Nýsköpunar vikunnar og er einn af mörgum í flokknum sem er kallaður Matarboðið.
Aðspurð sagði Margrét að tilurð þess að hún kynntist kryddunum frá Mabrúka megi rekja til ákefðar og áhuga Söfu. „Hún Safa byrjaði að hafa samband við mig í september í fyrra til þess að segja mér frá kryddunum, ég var aðeins treg til en hún var alveg hörð á því að hitta mig svo hún mætti á staðinn. Ég er virkilega glöð að hún gerði það því kryddin eru algjörlega frábær og sagan virkilega falleg. Svarti piparinn var strax mitt uppáhald og við byrjuðum að nota hann strax sama dag og hann er ennþá í dag mitt uppáhalds krydd frá Mabrúka besti svarti pipar sem eg hef smakkað og auðvitað túrmerik líka, það er geggjað,“ segir Margrét.
„Safa nefndi við mig stuttu eftir kynningar partíið sitt fyrr á árinu hvort það væri ekki gaman ef við myndum vera saman með viðburð í tengslum við nýsköpunarvikuna þar sem við myndum gera lítinn matseðil með réttum sem allir innihéldu kryddin. Ég og við á Duck & Rose vorum virkilega spennt fyrir því og slógum til.“
Margrét útbjó því til 6 rétta matseðil. Hann var frekar ólíkur því sem við erum vön að vera með í gangi hér á Duck & Rose og hann Marek Wisiniewski gerði geggjaðan kokteil Turmeric Gimlet með Sumac salti.“
Matseðillinn var í boðinn út laugardaginn 21.maí en aðal kvöldið var föstudaginn 20.maí þar sem Safa sjálf var á svæðinu og fór á milli borða og kynnti kryddin og sagði söguna bak við kryddin. „Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari spilaði svo fyrir okkur dásamlega Miðjarðarhafs tónlist. Það var fullbókað og kvöldið virkilega vel heppnað.“
Þegar Margrét var beðin að lýsa matseðlinum stóð ekki á svörum. „Mig langaði að hafa flesta forréttina þannig að auðvelt væri að deila þeim og svo gæti fólk pantað sér aðalrétt sér ég er virkilega ánægð með hvernig seðilinn kom út.“
Á vef Fréttablaðsins má sjá hinn dýrðlega matseðil þar sem kryddin frá Mabrúka fengu að njóta sín til fulls.