fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
HelgarmatseðillMatur

Maríanna er brjáluð í nautasteikur og ekkert gleður hana eins mikið og Tiramisu

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 20. maí 2022 20:00

Maríanna Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur á heiðurinn að helgarmatseðli DV að þessu sinni sem er með ítölsku ívafi enda Maríanna nýkomin heim frá Tórínó innblásin af ítölskum straumum. Maríanna var í för með Eurovision teyminu og sá um að farða systkinin fyrir innkomuna stóra sviðið þar sem þau stigu á stokk í tvígang og rúlluðu upp laginu Með hækkandi sól. Aðspurð segir Maríanna þetta hafi  verið einstök upplifun og yndisleg ferð, sveipuð ævintýraljóma.

Maríanna er eigandi MP Studio og starfar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, ásamt því að farða fyrir Fréttablaðið og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Vert er að geta þess að hún hlaut sérstök verðlaun úr hendi forseta Íslands fyrir framúrskarandi árangur í námi þegar hún útskrifaðist með sveinspróf í snyrtifræði.

Maríanna kann svo sannarlega að njóta lífsins og má í raun segja að hún sé ástfangin af lífinu. Þegar matur er annars vegar þá er hún fyrir ljúffengan og einfaldan mat þar sem brögðin fá að njóta sín. „Ég er ofboðslega mikill nautnaseggur á lífið allt, finnst ekkert betra en að vera í sól og sumaryl, ástfangin á Ítalíu, úti að borða góðan mat og taka langan tíma í það. Ég vel einfaldleika fram yfir allt, Ítalir eru ekki að flækja hlutina of mikið og blanda ekki of miklum hráefnum saman. Steik og kartöflur eru til dæmis fyrir mér fullkomið kombó, engin sósa, bara bragðið af kjötinu og helst ekkert kryddað. Ég er sveitastelpa og finnst kjöt beint frá bónda vera mjög góð leið til að vera 100% viss hvað þú færð í hendurnar. Besta nautakjöt sem ég hef smakkað var beint frá bónda á eyjunni Elbu á Ítalíu. Þetta var bóndi sem átti lítinn veitingastað við bóndabæinn sinn. Ég þarf að fara aftur þangað til að fá þessa upplifun aftur.“

Hérna er drauma helgarmatseðillinn hennar Maríönnu sem er alveg heilluð af ítalskri matargerð og ítölskum lífsstíl.

„Svona myndi mitt fullkomna laugardagskvöld líta út. Ekkert er betra en fersk basilíka, tómatar og mozzarella ostur, en saman er þetta gersamlega fullkomið sem forréttur.“ Uppskriftin fengin af vefsíðu MINITALIA.

Í forrétt – Insalata Caprese

1 stk. Mozzarella

1 stk. tómatur

10-15 blöð af basilíku

Ólífuolía eftir smekk

Svartur pipar úr kvörn

Skerið tómatinn og mozzarellakúluna í c.a. 1 cm þykkar sneiðar. Stingið mozzarella-sneiðunum á milli tómatssneiðanna ásamt 1-2 blöðum af basilíku með hverri sneið af mozzarella, sjá mynd hér að ofan. Hellið ólífuolíu af góðri tegund yfir herlegheitin og piprið eftir smekk.

 

„Ég er BRJÁLUÐ í nautasteik, fyrir mér er heilagt hvernig kjötið er eldað og það má alls ekki vera of eldað en samt ekki blæðandi. Þetta er kúnst og er auðvitað persónu bundið hvað hver vill. Það er gaman að setjast inn á veitingastað og fá að elda kjötið sitt sjálfur, ég gerði það á frábærum ítölskum veitingastað í Torínó en kokkarnir komu með sjóðandi steinvölu og kjöt og stemningin æðisleg og kjötið nákvæmlega eins og ég vildi.“ Þessi uppskrift kemur frá Berglindi Guðmunds hjá Gulur, rauður, grænn og salt.

Aðalréttur – Hin fullkomna nautasteik

800 g nautakjöt, t.d.rib eye eða sirloin

sjávarsalt og pipar

2 tsk. extra virgin olía

3 msk. smjör

2 hvítlauksrif, afhýdd

fersk steinselja, á stilkum

Saltið og piprið nautakjötið á einni hlið. Hitið pönnu þar til hún er orðin mjög heit. Setjið olíu á hana og leggið því næst nautakjötið á pönnuna, krydduðu hliðina niður. Saltið og piprið hliðina sem snýr upp. Látið vera í 2 mínútur. Snúið steikinni við með töngum (ekki gaffli) og bætið smjöri hvítlauk og steinselju saman við. Steikið í 2 mínútur og penslið steikina allan tímann með smjörinu. Þegar þessar tvær mínútur eru liðnar snúið steikinni við á hvorri hlið í um 30 sek þar til steikin er steikt eins og þið óskið. Fyrir medium rare steik eru heildar steikingatíminn um 5-6 mínútur. Fyrir meðal til vel steikt er um 10 mínútur í heildina. Athugið einnig að steikin heldur áfram að eldast eftir að hún er tekin af pönnunni. Penslið einu sinni að lokum, takið af pönnunni og setjið á skurðarbrenni. Ég bar hana fram með aspas, bernaise og kartöflubátur.

 

„Það gleður mig ekkert meira en Tiramisu, ég gersamlega dýrka að taka langan tíma í að njóta matarins vitandi  að það bíður mín í lokin Tiramisu og expresso kaffibolli.“ Uppskriftin kemur ú smiðju Cornel G. Popa sem birtist í Fréttablaðinu.

Eftirréttur – Ekta ítalskt Tiramisu Cornels Popa

380 ml appelsínusafi

250 ml marsala-vín

230 g strásykur

6 eggjarauður

10 g vanilludropar

750 g mascarpone-ostur

4-5 eggjahvítur

Lady Fingers/Savoiardi-kexkökur

Kakóduft

Mýkið mascarpone-ost í skál með vanilludropum og eggjarauðum. Stífþeytið eggjahvítur saman við sykurinn. Blandið eggjahrærunni varlega saman við mascarpone-ostinn með sleif. Setjið nú tiramisú-réttinn saman. Dýfið kexinu í blöndu marsalavíns og appelsínusafa í 2 til 3 sekúndur og raðið neðst í djúpa skál eða fat. Setið síðan lag af mascarpone-blöndunni ofan á. Leggið því næst bleytt kex ofan á mascarpone-blönduna og endurtakið lagskipt þar til hráefnið er búið. Stráið þunnu lagi af kakódufti ofan á eftirréttinn og kælið í minnst hálftíma áður en borið fram.

Sunnudagsbröns – fyrir alla fjölskylduna

„Að vakna upp á sunnudegi og fá sér góðan bröns með fjölskyldunni er eitt af því sem ég elska hvað mest. Þá þykir mér ofboðslega gaman að búa sjálf til bröns en svo finnst mér æðislega gott að fara á góðan veitingastað og fá þjónað til borðs ljúffengan bröns sem gleður bæði auga og munn.“ Ein af uppáhalds bröns stöðum Maríönnu er Pure deli.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna