fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Íslenskur matarmarkaður út vikuna í Hagkaup

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 09:24

Þessa dagana stendur Hagkaup fyrir sérstökum matvörumarkaði sem hófst í gær til að auka sýnileika íslenskrar smáframleiðslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Á Íslandi er ótrúleg gróska meðal smáframleiðenda sem hafa þróað nýjar vörur á matvörumarkað en á sama tíma er mun erfiðara að koma henni á markað. Fæstir smáframleiðendur hafa fjárhagslega burði til þess að standa í kostnaðarsamri markaðsstarfsemi og fá hillupláss í verslunum sem hart er barist um.  Matvöruverslanir hér á landi hafa þó verið iðnar á þessum vettvangi og gert smáframleiðendum hátt undir höfði með því að kynna vörur þeirra á einn eða annan hátt. Þessa dagana stendur Hagkaup fyrir sérstökum matvörumarkaði sem hófst í gær til að auka sýnileika íslenskrar smáframleiðslu undir yfirskriftinni „Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda“ dagana 12-22 maí.

Hagkaup hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að auka samstarfið með íslenskum frumkvöðlum sem eru að taka sín fyrstu skref á innlendum matvælamarkaði. Margir þessara frumkvöðla hafa náð góðum árangri og eru í dag með vel þekktar vörur á markaði sem er einkar ánægjulegt.

“Við leggjum mikla áherslu á að reyna að virkja og auka innlenda framleiðslu og er matarmarkaðurinn liður í því. Það er einstaklega ánægjulegt hversu vel framleiðendur hafa tekið í hugmyndina, en þeir verða um 30 talsins á markaðnum. Úrvalið verður ekki bara viðamikið heldur líka fjölbreytt, en þar má til dæmis finna íslenskar pylsur, vorrúllur, geitarosta, brjóstsykur, sterkar sósur, te, bakkelsi, vítamín, ís, sinnep súkkulaði, pestó, marmelaði og svona mætti lengi telja. Það er kraftur í íslenskum matvælafrumkvöðlum og við hvetjum viðskiptavini til að kynnar sér þessar flottu innlendu vörur” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda er haldinn í Hagkaup Skeifu, Kringlu, Akureyri, Smáralind og Garðabæ frá 12. – 22. maí.

Hægt er að sjá nánar upplýsingar á heimasíðu Hagkaups.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn