fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 15. maí 2022 14:42

Berglind er líka góð í að minna okkur á gömlu góðu uppskriftirnar sem eiga oft vel við. Hér er á ferðinnu marmarakaka sem passar með sunnudagskaffinu. MYND/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að lokinni annasamri helgi þar sem bæði Eurovision og borgar- og sveitastjórnarkosningar hafa verið í hámæli er ljúft að enda helgina á ljúffengu sunnudagskaffi á gamla mátann. Berglind Hreiðars einn okkar vinsælasti matarbloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar birti uppskrift af þessari dásemd fyrir nokkru síðan sem er algjör nostalgía.

„Ég er búin að vera í ömmu nostalgíukasti undanfarið og vill helst hafa lambahrygg og ömmukökur í hvert mál,“ segir Berglind. Berglind hefur gaman að því að skoða gamlar uppskriftarbækur frá ömmu sinni og finna þar gullmolana sem minna hana á bernskuna. „Þær eru ófáar sneiðarnar sem ég hef borðað af henni þessari og man ég eftir mér sitjandi á Suðurgötunni með volga marmaraköku og ískalda mjólk á kvöldin, best í heimi.“

Nú er bara að skella í eina marmaraköku.

Marmarakaka

170 g smjör við stofuhita

190 g sykur

2 egg

250 g hveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

150 ml mjólk

2 tsk. vanilludropar

3 msk. bökunarkakó

Hitið ofinn 180°C.

Þeytið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli. Blandið saman hveiti og lyftidufti og setjið saman við blönduna til skiptis við mjólkina. Að lokum fara vanilludroparnir útí og hrært vel. Setjið um 1/3 af deiginu í vel smurt formkökuform og geymið smá slettu af hvítu deigi í skál (ég set ekki alveg 1/3 því mér finnst gott súkkulaðideigið sé aðeins meira). Bætið bökunarkakó saman við deigið sem eftir er í skálinni og hrærið vel saman. Dreifið úr súkkulaðideiginu yfir það ljósa og setjið svo restina af ljósa deiginu yfir í lokin og sléttið úr. Dragið S-munstur fram og til baka með hníf (alveg niður í botn á forminu) og sléttið aðeins aftur. Bakið í 40-45 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu, ekki blautu deigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum