fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 9. apríl 2022 17:07

Lambalundirnar eru fullkomnar á grillið og bragðast ómótstæðilega vel með sveppasósu og sætkartöflumús. Myndir/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lambið klikkar aldrei og er fullkomið á grillið á þessum fallega vordegi. Það styttist óðum í páskana og lambakjöt er ávallt vinsælt á þeim tíma. Hér er á ferðinni uppskrift af ljúffengum lambalundum sem Berglind Hreiðars matar- og kökubloggari hjá Gotterí og gersemar er búin að tvista til með sveppasósu og sætkartöflumús. Lambalundirnar eru svo meyrar og bragðgóðar og tekur skamma stund að grilla þær. Svo er hægt að leika sér með meðlæti og velja með sínu nefi.

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Fyrir 4-6

Lambalundir

1 kg lambalundir

3 msk. Bezt á lambið krydd

3 msk. ólífuolía

Veltið lundunum upp úr olíu og kryddi, plastið og leyfið að marínerast að minnsta kosti í klukkustund (yfir nótt væri líka í lagi).

Grillið síðan á vel heitu grilli í 5-8 mínútur, fer eftir þykkt lundanna.

Hvílið síðan í að minnsta kosti 10 mínútur áður en kjötið er skorið.

Sveppasósa

60 g smjör

300 g sveppir

2 hvítlauksrif

3 msk. hvítvín

1 msk. sítrónusafi

400 ml vatn

400 ml rjómi

30 g parmesan

1 msk. timian

Salt og pipar

2 stk. Toro sveppasósubréf

Steikið sveppina upp úr smjöri þar til þeir mýkjast. Saltið og piprið eftir smekk og rífið hvítlaukinn saman við í lokin og steikið aðeins áfram. Hellið hvítvíninu yfir sveppina og leyfið því að sjóða niður (gufa upp) og bætið þá restinni af hráefnunum í pottinn og pískið sósubréfin saman við. Leyfið að malla og smakkið til með salti og pipar.

Sætkartöflumús

1100 g sætar kartöflur

60 g smjör

3 msk. hlynsíróp

1 tsk. salt

½ tsk. pipar

½ tsk. cheyenne pipar

60 g saxaðar döðlur

100 g saxaðar pekanhnetur

1 krukka fetaostur (bara osturinn)

Sjóðið kartöflurnar. Berglindi finnst best að flysja þær fyrst og skera í jafna bita, þá eru þær fljótari að sjóða. Setjið síðan kartöflubitana ásamt smjöri, sírópi og kryddi í hrærivélarskálina og blandið saman. Færið næst yfir í eldfast mót og dreifið döðlum, pekanhnetum og fetaosti yfir og bakið við 190°C í um 10-15 mínútur eða þar til osturinn bráðnar og hneturnar fara að gyllast.

*Allt hráefnið fæst í verslunum Bónus.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka