fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Náttúruleg leið til að hreinsa örbylgjuofninn

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 8. apríl 2022 08:53

Auðvelt að þrífa örbylgjuofninn þinn á náttúrulegan hátt með sítrónu, vatni og tusku. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar það kemur að vikulegri hreingerningu, er auðvelt að gleyma örbylgjuofninum. Það sem er yfirleitt auðsjáanlegt og er á yfirborðinu fær iðulega reglulega hreingerningu, en þau óhreinindi sem við sjáum sjaldan og horfum ekki á daglega, eru utan sjónarsviðs okkar, bak við luktar dyr verða oft á tíðum eftir.

Örbylgjuofninn þinn er hugsanlega eitt af mest notuðu tækjum í eldhúsinu þínu. Ef þú hreinsar hann ekki reglulega, gæti ofninn allur verið þakinn að innanverðu af elduðum mat, fitu og hálfgerðri ólykt. Til allrar hamingju, þá er fljótlegt og auðvelt að þrífa örbylgjuofninn þinn á náttúrulegan hátt með sítrónu, vatni og tusku. Ef að óhreinindin eru erfið viðfangs, þá getur þú einnig notað sterkari náttúruleg hreinsiefni, eins og edik eða matarsóda.

Hvort sem það er þörf fyrir allsherjar hreinsun, að losna við vonda lykt eða bara fljótlega hreingerningu, þá er þetta aðferðin.

Fyrir það fyrsta, taktu ávallt örbylgjuofninn úr sambandi við rafmagn áður en þú þrífur.

Sítróna eða edik

Til að fjarlægja lykt og losna við matarleifar, kreistu hálfa sítrónu eða nokkrar matskeiðar af edik í skál af köldu vatni og tryggðu að skálin sé ekki meira en hálf full. Hitaðu vatnið í örbylgjuofninum þangað til að vatnið nær suðu í  um það bil 3 til 5 mínútur og glugginn á örbylgjuofninum verður þakinn gufu. Edik og sítrónur eru umhverfisvæn hreinsiefni og því frábær aðferð til að þrífa á náttúrulegan hátt.

Leyfðu ofninum að kólna

Látið ofninn kólna í um það bil 5 til 10 mínútur áður en hurðin á ofninum er opnuð, látið gufuna vinna á óhreinindunum. Varist að ofninn og skálin geta verið heit.

Þurrkið örbylgjuofninn með hreinni tusku. Fyrst skaltu taka snúningsdiskinn úr ofninum og þurrka hann með tusku. Setjið snúningsdiskinn til hliðar og þurrkið gufuna og rakann með óhreinindunum. Ekki gleyma að þurrka hurðina að innanverðu. Matarleifar og fita inni í örbylgjuofninum ættu að hverfa auðveldlega. Ef þú vilt ekki nota tusku, getur þú notað rakan svamp. Ekki gleyma að hreinsa og þurrka falsið og jafnframt takka og stjórnborð ef gufan lekur út.

Notaðu matarsóda á erfiða bletti

Notaðu matarsóda til að fjarlægja sérstaklega erfiða bletti. Sáldrið matarsóda á blettinn og látið liggja 1-2 mínútur. Dýfið síðan klútnum í sítrónuvatnið og nuddið blettinn kröftuglega. Matarsódinn á að vinna vel á erfiðum blettum og sítrónuvatnið mun hjálpa til við að leysa upp óhreinindin. Vertu viss um að hreinsa upp allan matarsódann áður en ofninn er notaður aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn