fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Matur

Guðdómlega ljúffengar kotasælubollur sem bráðna í munni

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 3. apríl 2022 12:03

Þessar guðdómlegu kotasælubollur er fullkomnar með sunnudagskaffinu og bráðna í munni. MYND/SÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar guðdómlegu og ljúffengu kotasælubollur hafa notið mikilla vinsælda í mörg ár og til eru nokkrar útgáfur af þeim. Þessi útgáfa þykir ákaflega góð og undirbúningurinn og baksturinn tekur ekki langan tíma. Það sem gerir þær svo laufléttar og mjúkar er kotasælan. Þær eru allra bestar nýbakaðar og ylvolgar, þá er dásamlegt að smyrja þær með smjöri sem bráðnar og gerir þær ennþá girnilegri. Mælum með þessum í sunnudagsbaksturinn.

 

Kotasælubollur

550 g hveiti

150 g heilhveiti

1 tsk. salt

1 tsk sykur (má sleppa)

1 bréf þurrger

½ l mjólk

3 msk. ólífuolía

1 dós kotasæla, lítil

Graskersfær til skreytingar eða fræ eftir smekk

1 pískað egg til að pensla yfir bollurnar áður en þær fara inn í ofn

Byrjið á því að velgja mjólkina, setjið síðan þurrger og sykur út í og látið leysast upp. Leyfið blöndunni að kólna aðeins. Bætið síðan þurrefnunum út í, hnoðið deigið og bætið að lokum kotasælunni og ólífuolíu saman við. Látið deigið hefast í hálftíma. Upplagt er að rúlla deiginu upp í grófa lengju og taka síðan bita og móta bollur í lófunum. Setjið bollurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír og penslið með pískuðu eggi eða mjólk, stráið yfir graskersgræjunum eða fræjum að eigin vali. Bakið við 200°C hita á blæstri í 20 til 25 mínútur.

Berið fram ylvolgar og því áleggi eða kræsingum sem bragðlaukarnir girnast.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna