Þeir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):
Gabríel Kristinn Bjarnason, Héðinn Restaurant
Hugi Rafn Stefánsson
Ísak Aron Jóhannsson, Lux veitingar
Kristinn Gísli Jónsson, Speilsalen, Hotel Britannia, Þrándheimi
Rúnar Pierre Heriveaux, veitingahúsinu OX
Dómarar í forkeppninni voru:
Bjarni Siguróli Jakobsson
Hafliði Halldórsson
Friðgeir Ingi Eiríksson
Hafsteinn Ólafsson
Hrefna Sætran
Aðalkeppnin fer fram á morgun, laugardaginn 30. apríl, á sjálfsafgreiðslulagernum þar sem kokkarnir elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Keppendur gera tíu diska af hverjum rétti og hluti af þessum réttum verða boðnir heppnum áhorfendum. Það munu því 60 heppnir gestir fá forrétt, aðalrétt eða eftirrétt frá einum af þessum frábæru kokkum.
Verðlaunaafhending fer fram í anddyrinu í IKEA á morgun laugardag þar sem Kokkur ársins 2022 verður tilkynntur með pomp og prakt.
Keppnin fer fram milli kl. 11 og 17 og á þessum tíma geta áhorfendur tekið þátt í happdrætti þar sem 50 vinningar eru í boði.