fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með butlernum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 29. apríl 2022 14:53

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með Jóhanni Gunnari Arnarssyni sem er þekktur undir nafninu Jói Butler. Myndir/Mummi Lú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Borg Restaurant opnar í kvöld, eftir gagngerar endurbætur þar sem tignarleikinn hefur verið hafður í forgrunni. Af því tilefni var haldið opnunarhóf í gærkvöldi og fjölmargir góðir gestir komu og fögnuðu endurvakningu Borgarinnar. Það var óneitanlega mikil stemning í loftinu og Borgin iðaði af lífi á ný. Boðið var upp glæsilegar veitingar, úr smiðju Hákonar Más Örvarssonar matreiðslumeistara sem er yfirkokkurinn í eldhúsinu og á heiðurinn af matseðlinum.

Búið er taka allt í gegn innandyra og endurheimta hinn klassíska og glæsilega stíl hússins, sem Jóhannes Jósefsson, byggði árið 1930. Það má með sanni segja að Borgin sé búin að endurheimta glæsileikann og  þann anda sem hún á skilið og klæðir hana best. Maturinn er í sama stíl, klassískur, glæsilegur og einstaklega ljúffengur. Fyrir marga er það hrein nostalgía að koma að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða og er metnaðurinn í hávegum hafður hvort sem það er umgjörðin, matargerðina, þjónustuna eða upplifunina sem boðið er upp á.

Einvalalið hefur staðið vaktina á Borginni en til að tryggja gestum góða upplifun hafa hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir komið að breytingunum og tekið þátt í útfærslu á þeirra upplifunar sem gestir staðarins munu njóta. Einnig er dóttir þeirra, Katrín Ósk, rekstrarstjóri veitingastaðarins, en hún er lærður framreiðslumeistari með margra ára reynslu í faginu, fyrir utan það að hafa lært öll trix foreldra sinna

Nú um helgina verður opið frá klukkan 18.00 og frá og með mánudeginum verður einnig opið í hádeginu. Nýtt gullaldarskeið er hafið á Borginni og mun án efa efla matar- og menningarlífið í hjarta miðborgarinnar.

Sjáið myndir úr opnunarhófinu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn