fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Matur

Páskamáltíðin í boði Jóa Fel matgæðings og bakara

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 15. apríl 2022 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðurinn af páskamatseðlinum á matarvef DV.is um helgina á enginn annar en Jói Fel matgæðingur og bakari með meiru. Jói hefur ástríðu fyrir matargerð og bakstri og opnaði nýverið veitingastaðinn Felino sem er með ítölsku ívafi og hefur slegið í gegn síðustu vikur. Jói elskar að vera í gestgjafa hlutverkinu og veit fátt skemmtilegra að taka á móti góðum gestum í mat.

Jói er nýbúinn að framreiða páskalambið fyrir gesti sína sem nutu hvers munnbita. Hann mælir með því að bjóða upp á páskalamb í kvöldverð á páskadag og guðdómlega ljúffenga franska súkkulaðiköku í eftirrétti. „Þessi tvenna klikkar ekki, lambið er meyrt og brögðin af meðlætinu fullkomin pörun með lambinu. Þar sem nú er súkkulaðihátíðin mikla er upplagt að enda á franskri súkkulaðiköku með þeyttum rjóma.“

 

 

Páskalambið

1 stk. lambalæri (Jói valdi að vera með bláberjakryddað og hægt er að fá slíkt í verslunum í Bónus)

Skerið varlega niður með kjötinu og takið beinið úr

Fylling

1 stk. hvítlaukshaus

7 greinar rósmarín

2 msk. þurrkað timian

Allt hráefnið maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota og sett inn í lærið. Setjið svo kjötið saman og festið það með teinum. Eldið við 60°C hita í um það bil þrjár klukkustundir. Hækkið svo hitann í 230°C og eldið í um það bil 10 mínútur.

Rauðkál

½ rauðkálshaus

2 msk. smjör

150 g sykur

1 stk. epli

2 dl rauðvínsedik

2 dl vatn

1 msk. rifsberjasulta

Byrjið á því að skera rauðkálið niður í strimla og steikið síðan upp úr smjöri. Skerið síðan eplið niðu í litla bita. Setjið þá allt saman og látið sjóða rólega í um það bil 100 mínútur eða svo.

 

Sósa með páskalambinu

2 box sveppir

Smjör eftir smekk

½ dl púrtvín

2 box/stk. rifinn piparostur

2-3 msk. tasty nautakraftur

2 dl vatn

½ l rjómi

1 msk. rifsberjasulta

Salt og pipar eftir smekk

Sósuþykkjari eftir smekk

Byrjið á því að brúna sveppina upp úr smjöri, setjið svo vínið saman við (má vera koníak eða brandí) og sjóðið niður. Setjið þá vatn, nautakraft og piparostinn saman við og sjóðið niður um helming. setjið þá rjómann saman við ásamt sultu og látið sjóða rólega í 3-4 mínútur. Kryddið til með salt og pipar. Þykkið aðeins í restina.

Kartöflur með páskaívafi

1 kg af soðnum kartöflum

200 g sykur

3 msk. smjör

2 msk. tómatsósa

1 dl rjómi

 

Gular baunir

1 dós af gulum baunum

2 msk smjör

Hitið baunirnar með með tveimur matskeiðum af smjör

 

Frönsk súkkulaðikaka

200 g sykur

400 g súkkulaði

250 smjör

vanilla eftir smekk

140 g eggjarauður

220 g eggjahvítur

20 sykur

60 hveiti

1 box jarðaber til að skreyta kökuna

flórsykur eftir smekk til að skreyta kökuna í lokin með því sáldra yfir hana

Hægt að bræða súkkulaði yfir kökuna og bera hana fram með þeim hætti eða sleppa og bera fram jarðaberjum og flórsykri.

Byrjið á því að bræða sykur, súkkulaði, smjör og vanillu varlega saman í potti þar til allt bráðið. Setjið svo eggjarauðurnar saman við súkkulaðiblönduna og hrærið með sleikju. Eggjahvíturnar eru svo þeyttar með sykrinum og settar saman við blönduna varlega með sleikju. Hveitinu er svo blandað saman við í restina. Bakað við 150°C í 40 mínútur.

Berið frönsku súkkulaðikökuna fram með þeyttum rjóma.

*Allt hráefnið fæst í verslunum Bónus.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna