fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FréttirMatur

Gurrý gerir nýjan djús með Lemon

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 24. mars 2022 16:42

Nýi djúsinn er þróaður af starfsfólki Lemon í samstarfi við Gurrý einkaþjálfara sem leggur mikla áherslu á heilbrigðan lífssstíl. Mynd/aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gurrý gerir nýjan djús með Lemon

Fiber up er nýr djús drykkur hjá Lemon sem er stútfullur af vítamínum og trefjum. Drykkurinn er þróaður af starfsfólki Lemon í samstarfi við Gurrý þjálfara sem hefur mikla þekkingu á heilbrigðum lífsstíl og er einn vinsælasti þjálfari landsins.

Djúsinn hefur fengið nafnið Fiber up og er nafnið vísun í hversu trefjaríkur safinn er.

„Þegar ég var spurð hvort að ég myndi vilja þróa djús með Lemon fannst mér mjög mikilvægt að hafa hann eins næringaríkan og mögulegt væri. Sellerí er lykilhráefni í Fiber up djúsnum enda er það kaloríulágt, fullt af vítamínum og andoxunar efnum. Öll innihaldsefnin í djúsnum, sellerí, appelsína, gúrka og ananas fara beint í blandara en ekki í djúsvél og þar af leiðandi er hann trefjaríkari en aðrir djúsar. Ég fer sjálf oft á Lemon og fær mér djús og samloku og finnst mér gaman þegar að það koma nýjar vörur til að prófa.“ segir Guðríður Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er alltaf kölluð.

„Við leggjum mikla áherslu á að vera sífellt að þróa nýjungar til að bjóða okkar viðskiptavinum. Undanfarið hefur eftirspurnin eftir sellerídjús aukist verulega og því fannst okkur tilvalið að prófa að gera slíkan drykk í samstarfi við Gurrý. Nú þegar vorið er á næsta leiti og landsmenn farnir að huga að því að hlaupa út í sólina fannst okkur kjörið að bjóða viðskiptavinum uppá ferskan en mjög hollan djús“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Lemon er skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í hollum samlokum og ferskum djúsum. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda og eru staðirnir nú sjö talsins, fjórir staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna