Fyrirtækin landsins eru mörg hver að komast aftur í eðlilegra horf eftir að sóttvarnar aðgerðum hefur verið létt. Veisluþjónusta Lemon merkir mikla aukningu síðustu viku í þjónustu við fyrirtæki.
„Veislubakkar okkar henta vel fyrir stór og smá fyrirtæki og hafa alltaf verið vinsælir hjá fyrirtækjum. Mörg fyrirtæki eru að panta hjá okkur veitingar í hádeginu og svo einnig fyrir fundi og viðburði. Það er mjög mismunandi hvort að fólk velji sjálft hvaða samlokur og djúsa það vill fá sent eða hreinlega bara leyfir okkur að velja. Það varð töluverður samdráttur í fyrirtækjaþjónustunni í síðustu Covid bylgju en nú sjáum við mikla aukningu á ný enda samfélagið hægt og rólega að færast í eðlilegra horf,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
Unnur Guðríður segir sóttvarnir vera ofarlega í hugum viðskiptavina. „Þó svo að fólk sé greinilega að mæta aftur til starfa og eru að njóta veitinga saman í fyrirtækjunum finnum við vel fyrir því að fyrirtækja leggja mikla áherslu á sóttvarnir. Við bjóðum til að mynda upp á allar okkar samlokur í umbúðum og allir djúsar eru í sérstöku glasi. Því þurfa einstaklingar aldrei að deila áhöldum eða nota sameiginlega snertifleti. Þetta vekur mikla lukku hjá okkar viðskiptavinum,“ segir hún.