fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Þessi tryllti búðingur setur allt á hliðina

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 21:59

Sælkerinn og matarbloggarinn Berglind Hreiðars er búin að útbúa sína útfærslu þar sem nýi Royal búðingurinn er í aðalhlutverki og bræðir sælkerahjörtun á augabragðið. Myndir/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni bárust stórtíðindi úr höfuðstöðvum Royal að nýr búðingur væri lentur í verslunum landsins. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins ætlaði allt að verða vitlaust þegar Royal búðingurinn nýi leit dagsins ljós en alla jafna vekja slíkar fréttir mikla athygli enda Royal búðingarnir rótgrónir í þjóðarsálina en viðbrögðin við nýja búðingnum hafa þó verið meiri en gengur og gerist og hafa markaðssérfræðingar sagt að viðbrögðin gefi vísbendingar um að hér sé á ferðinni sælkera búðingur sem enginn Royalisti getur staðist. Nýi búðingurinn hefur rokið úr hillum verslana og starfsfólk Bónus hefur vart undan því að fylla á hillurnar.

 

Berglind Hreiðars matar- og sælkerabloggari með meiru missti sig strax þegar nýi Royal búðingurinn mætti til leiks og fór beint í það að útfæra sinn uppáhalds búðing þar sem lakkrísinn leikur aðalhlutverkið enda er hún dolfallinn aðdáandi Eitt sett. Berglind fór beint í það að útbúa sína útfærslu af búðingnum góða og birti á síðunni sinni Gotterí og gersemar sem hefur strax slegið í gegn.

 

„Lakkríssósan og lakkrískurlið passar einstaklega vel með og ég mæli með að þið sem elskið lakkrís farið „all-in“ með sósu og kurl,“segir Berglind sem er alveg dolfallin yfir bragðinu á nýjasta Royalbúðningnum sem hefur þegar sett allt á hliðina.

 

Hér er uppskrift Berglindar komin fyrir ykkur.

Royalistinn

Fyrir 4 glös

Súkkulaði- og lakkrís búðingur

  • 1 pakki Eitt Sett Royal búðingur
  • 250 ml rjómi
  • 250 ml nýmjólk
  1. Pískið eða þeytið allt saman í um eina mínútu eða þar til blandan fer aðeins að þykkna.
  2. Skiptið niður í falleg glös/skálar og kælið í um 30 mínútur, gott að gera lakkríssósuna á meðan.

Lakkríssósa

  • 150 g lakkrískúlur
  • 100 ml rjómi
  1. Setjið kúlur og rjóma saman í pott við meðalháan hita og bræðið saman.
  2. Þegar slétt lakkríssósa hefur myndast má hella henni úr pottinum yfir í skál/könnu og leyfa að ná stofuhita áður en hún er sett yfir búðinginn.
  3. Setjið síðan 1-2 matskeiðar af sósu yfir búðinginn (eftir smekk), kælið aftur í nokkrar mínútur (til þess að þeytti rjóminn leki ekki til ef sósan er enn volg).

Toppur

  • 250 ml þeyttur rjómi
  • Lakkrískurl
  • Smá lakkríssósa
  1. Setjið rjómann í sprautupoka með stórum hringlaga stút eða klippið gat á zip-lock poka. Sprautið snúning ofan á hvern búðing.
  2. Stráið smá sósu og lakkrískurli yfir.

Njótið í botn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn