fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Matur

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Berglindar Guðmunds

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 25. febrúar 2022 18:13

Berglind Guðmundsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðurinn af helgarmatseðlinum á matarvef DV.is þessa helgina á Berglind Guðmundsdóttir sem heldur úti síðunni Gulur, rauður, grænn og salt og er þekkt fyrir útgeislun sína og sælkerakræsingar. Matur og munúð eiga vel við Berglindi og má með sanni segja að hún töfri fylgjendur sína upp úr skónum með sínum syndsamlegu ljúffengum réttum og framsetningu. Berglind elskar nýtur þess að útbúa kræsingar sem gleðja bæði auga og munn. Þegar við leituðum til Berglindar með helgarmatseðilinn tók hún því fagnandi enda syndsamleg átveisla framundan í Góunni.

Í forrétt mælir Berglind annars vegar með þessum dýrðlega unaðslega ofnbakað aspas með rjómaosti og parmaskinku í smjördegi og hins vegar þessum undursamlegu blinis með chili rjómaosti og parmaskinku:

Ferskur aspas í smjördeigi með rjómaosti og parmaskinku

1 pk smjördeig

1 búnt ferskur aspas

2 pk parmaskinka

50 g rjómaostur

1 egg, þeytt

Takið smjördeigið úr pakkningunni og látið mýkjast. Smyrjið plötuna með rjómaosti og skerið í þrjár sneiðar langsum. Leggið parmaskinku yfir hvern bita og aspas yfir hana. Snúið upp á deigið og leggið á ofnplötu með smjörpappír. Penslið með þeyttu eggi. Bakið við 180°C í um 30 mínútur.

Blinis með chili rjómaosti og stökkri parmaskinku

100 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

2 egg

½  dl mjólk

1-2 msk. smjör

Chili rjómaostur

50 g rjómaostur

1-3 tsk. chilímauk eða shriracha

½ -1 tsk. hunang

Toppað með

30 g klettakál

100 g parmaskinka

Blinis

Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Hrærið mjólk og eggjum saman við. Setjið smjör á pönnu og setjið deigið á pönnuna með teskeið. Steikið litlu pönnukökurnar þar til litlar loftbólur hafa myndast.

Parmaskinka

Raðið parmaskinkunni á bökunarplötu og setjið inn í 200°C heitan ofn. Hafið inní ofni þar til parmaskinkan er orðin stökk. Brjótið í minni bita.

Chili-rjómaostur

Setjið chilímauk og hunang saman við rjómaostinn og hrærið vel. Smakkið til og bætið við chilímauki eða hunangi eftir smekk. Mér þykir gott að hafa ostinn bragðmikinn. Setjið rjómaost á pönnukökurnar, þá klettakál og að lokum stökka parmaskinku. Berið fram með góðum drykk og njótið.

 

Í aðalrétt mælir Berglind með girnilegum stökkum kjúklingaborgara og að taka forskot á sæluna og bjóða upp á saltkjöt og baunir eldaðar á klassískan máta:

Stökkur kjúklingaborgari

700 g kjúklingalæri

60 g hveiti

60 g nachos flögur, mylja niður

40 g brauðrasp

2 tsk. chilikrydd

1 tsk. cumin

1 tsk. salt

½ tsk. paprikukrydd

½ tsk. hvítlauksduft

Pipar eftir smekk

1 egg

60 ml safi úr jalapeno krukku

Olía

Salt og pipar eftir smekk

 

Annað

Hamborgarabrauð

Guaqamole

Rauðlaukur

Salat

Majónes

 

Setjið hveiti í skál. Látið egg og safa frá jalapeno í aðra skál og hrærið saman.

Í þá þriðju setjið þið muldar nachos flögur, brauðrasp, chilikrydd, cumin, salt, paprikukrydd, hvítlauksduft og pipar og blandið vel saman. Dýfið kjúklingalæri fyrst í hveiti, þá eggjablönduna og að lokum í nachos-mulninginn. Setjið á bökunarplötu með smjörpappir og dreypið smá af ólífuolíu yfir kjúklinginn. Endurtakið með hin kjúklingalærin. Eldið í 210°C heitum ofni i 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Hitið hamborgarabrauð og smyrjið með ríflegu magni af majónesi. Setjið meðlæti að eigin vali á brauðið og endið með kjúklinginum.

 

Saltkjöt og baunir á klassískan máta

1,5 kg saltkjöt frá Kjarnafæði

3 lárviðarlauf

1 tsk. svört piparkorn

1 laukur, skorinn í tvennt

Súpan

500 g gular hálfbaunir, látnar liggja í bleyti yfir nótt

300 g gulrætur, skornar í bita

1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar

1 laukur, saxaður

200 g beikon, skorið í bita

3 lárviðarlauf

1 msk. piparkorn

1 msk. timían

1-2 rófur

3-4 kartöflur

Setjið saltkjötið í stóran pott og látið vatn fljóta vel yfir. Hitið að suðu og takið frá alla froðu sem myndast. Þegar suðan er komin upp lækkið þið hitann og bætið lárviðarlaufum, lauk og piparkornum saman við.Látið kjötið malla í 2 klukkustundir við vægan hita.

Súpan

Látið baunirnar liggja í bleyti yfir nótt. Skolið vatnið frá og látið baunirnar í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir og látið magnið vera tvöfalt á við baunirnar. Hitið við vægan hita og takið alla froðu sem kemur á yfirborðið. Látið malla í klukkustund eða þar til baunirnar eru farnar að maukast. Bætið beikoni, gulrótum, lauk, lárviðarlauf, timian og pipar saman við. Ausið soði frá saltkjötinu saman við súpuna og smakkið til. Látið malla í tæpa klukkustund eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Afhýðið kartöflur og rófur og sjóðið í sér potti. Berið kjötið fram með súpunni eða skerið í bita og bætið saman við. Bætið einnig rófum og kartöflum út í súpuna.

 

Í eftirrétt mælir Berglind með þessari guðdómlegu hafraköku með kókos og pekanhnetukaramellu sem enginn stenst. Svo af því að bolludagurinn er framundan þá má nú alveg taka forskot á bolludagssæluna og bjóða upp á trylltar vatndeigsbollur með bragðarefsfyllingu sem steinliggja:

Hafrakaka með kókos og pekanhnetukaramellu

40 g OTA haframjöl

160 g soðið vatn

85 g hveiti

½ tsk. múskat

½ tsk. matarsódi

½ tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

60 g mjúkt smjör

100 g sykur (ég nota hrásykur)

1 stórt egg

80 ml hlynsíróp

½ tsk. vanilludropar

Kókos og pekanhnetukaramella

80 ml hlynsíróp

60 g mjúkt smjör

1 dl kókosmjöl

1 dl pekanhnetur, ristaðar og saxaðar

½ tsk. vanilludropar

2 msk. sýrður rjómi

Setjið OTA haframjölið í skál og hellið heitu vatni yfir. Hrærið lítillega saman og látið standa. Blandið þurrefnum saman í skál. Hrærið smjör og sykur vel saman eða þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið eggi saman við og hrærið vel. Bætið hlynsírópi og vanillu saman við. Látið helming af þurrefnum saman við og hrærið varlega. Bætið haframjölsblöndunni saman við og síðan afganginn af þurrefnum. Hrærið saman í 30 sek. Smyrjið form og látið deigið þar í. Bakið í 180°C heitum ofni í um 30 mínútur. Karamella: Látið smjör og hlynsíróp í pott og hitið rólega. Leyfið að búbbla í um 2 mínútur. Takið af hitanum og setjið sýrðan rjóma og vanilludropa saman við. Bætið pekanhnetum og kókosmjöli saman við. Takið kökuna úr ofni og hellið karamellunni yfir.

Vatnsdeigsbollur

10-12 stk.

80 g smjör

2 dl vatn

100 g hveiti

hnífsoddur salt

2-3 egg

Aðferð

Setjið smjör og vatn í pott og hitið þar til smjörið hefur bráðnað.

Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman.

Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar

til það hefur kólnað. Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið saman. Varist að deigið verði of þunnt. Setjið á bökunarplötu klæddri bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu.

Bakið við 200°C heitan ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Varist að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast svo þær falli ekki saman.

Bragðarefur

Fylling

500 ml rjómi

3 msk. flórsykur

½ dl kókosmjöl

250 g jarðarber, maukuð

100 g Nóa Kropp, mulið gróflega

150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, saxað

Sulta að eigin vali

Toppurinn

Dökkt súkkulaðisíróp

200 g Konsum 70% súkkulaði

6 msk. rjómi

4 msk. síróp

Skraut

Nóa Kropp

200 g Konsum 70% súkkulaði, saxað

 

Aðferð

Fylling

Þeytið rjómann ásamt flórsykri og bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi varlega saman við með sleif.

Dökkt súkkulaðisíróp – Toppurinn

Bræðið Konsum súkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita og dýfið bollunum í.

Setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, ásamt fyllingunni í bolluna.

Skraut

Skreytið með Nóa Kroppi og söxuðu súkkulaði.

 

Gleðilega matarhelgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram