fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Bollurnar í frumlegasta bakaríi landsins seldust upp í fyrra

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 20:51

Bollurnar hjá strákunum í GK Bakaríi eru hinar frumlegustu og kitla bragðlaukana. Myndir aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að frumlegasta bakarí landsins, GK Bakarí sé að finna á Selfossi sem þeir Guðmundur Helgi Harðarson og Kjartan Ásbjörnsson eiga og reka. Gestir og gangandi koma sjaldnast að tómum kofanum hjá drengjunum í GK Bakarí. Þessa dagana keppast þeir Guðmundur Helgi og Kjartan við að undirbúa stórhátíðardag bakarastéttarinnar, bolludaginn. Í fyrra seldust bollurnar upp og færri fengu en vildu.

Strákarnir fara ekki troðnar slóðir þegar kemur að bakstri en við skulum fara í saumanna á því hverju strákarnir ætla að brydda upp á næstu helgi.

Sú Klassíska:

Rjómi & rabarbarasulta úr rabarbara af stór-800 svæðinu.

Á haustin fá piltarnir rabarbara hjá fólki í bænum og nærsveitum sem þeir sulta og nýta í bakkelsi, svo sem bollur og hjónabandssæluna.

BÚBBLUBOLLAN:

Piccini rósabúbbluganache og jarðarberjasulta – útskriftarveisla í bolluformi.

POPPSTJARNAN:

Hér kemur hún, klædd í silki (-mjúka vatnsdeigsbollu)

Tjásuklippt með rjóma í hylki.

Salt poppkorn og karamella.

KONFEKTBOLLAN:

Eftirlætis moli Mikka, konfektgerðarmeistara og eiganda Mika Restaurant í Reykholti, endurgerður í bolluformi.

Súkkulaði ganache með ástaraldin & mangó miðju.

BANANASPLITT:

Fersk og létt – kemur virkilega á óvart.

Bananar & vanilluganache

FEITABOLLAN:

Hún kom, sá og sigraði í fyrra –

Vanilluganache, vegleg sneið af nougat og franskt vanillucustard vafið í nýbakað croissant úr íslensku smjöri og sérvöldu, ítölsku hveiti.

Það fá allir eitthvað fyrir sinn snúð í GK, en veganvinir, mjólkur- & eggjalausir geta einnig notið dagsins með strákunum.

KLASSÍSK CROISSANT BOLLA:

Oatly whip og rabarbarasulta. Einfalt og þægilegt.

KARAMELLU CROISSANT BOLLA:

Sæt og seðjandi.

OREO CROISSANT BOLLA:

Besta kexið + besta bakkelsið – þessi gat ekki klikkað

MAGRA FEITABOLLAN:

Oatly whip með franskri vanillu lúrir ofan á heslihnetusmjöri í brakandi smjör(líkis)deigi.

Aðeins fyrir sanna sælkera sem ætla að gera vel við sig.

Aðspurðir segja þeir að lykillinn að góðri bollu séu fyrsta flokks hráefni en þeir áætla að selja um átta þúsund bollur yfir helgina allar soðnar upp á staðnum úr íslensku smjöri og íslenskum eggjum fylltar með íslenskum rjóma. Um komandi helgi mun bakaríið fyllast af gómsætum bollum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og eiga bollurnar eftir að trylla bragðlaukanna. Strákunum er mjög umhugað um matarsóun, og þrátt fyrir að draumurinn sé auðvitað sá að allir fái það sem þeim langar í  ætla þeir ekki að sitja uppi með eina einustu bollu í afgang í lok dags, svo blaðamaður hvetur gesti að sitja ekki á sér og vera fyrr en seinna á ferðinni.

Piltarnir eru líflegir á samfélagsmiðlum – en líkt og í bakstrinum feta þeir ekki troðnar slóðir þegar kemur að því að kynna vörurnar sínar. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þeim á Instagram: @ gkbakari og á Facebook: GK Bakarí

Strákarnir taka á móti bolluhungruðum gestum á

Laugardag 08-16

Sunnudag 10-14

Mánudag 07-16

… eða “frá snemma og þar til rjóminn klárast” eins og þeir segja sjálfir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb