Pólski bolludagurinn er í dag (p. tłusty czwartek). Hann heitir í raun “Feiti fimmtudagur” og er gömul kristin hátíð víða í Evrópu. Mikill erill hefur verið í Mini Market búðunum, sem leggur áherslur á pólskt vörúrval, en þær selja Berlínarbollur frá Gæðabakstri í tilefni dagsins. Strax í morgun beið fólk eftir að kaupa bollur þegar starfsmenn Gæðabaksturs komu með bollurnar.
„Það dugði ekki minna en stór flutningabíl til þess að afhenda bollurnar í allar fjórar búðir Mini Market í morgun,” segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs. Hann segir afar gaman að taka þátt í að dreifa bollunum í búðir Mini Market; spennan hafi ekki leynt sér ekki á svip viðskiptavina og starfsfólks.”
Gísli segir að vinsælasta Berlínarbollan hafi verið með glassúr og jarðaberjasultu en einnig séu tegundir annars vegar með flórsykri og jarðaberjasultu og flórsykri og vanillukremi í boði frá Gæðabakstri.