fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

212 Bar & Bistro slær í gegn í Urriðaholtinu

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 18. febrúar 2022 08:40

Mæðgurnar Katrín Ólafsson og Helga Ólafsson sem eiga og reka 212 Bar & Bistro ásamt Jón Bjarna og Fannari eru alsælar með móttökur sem staðurinn hefur fengið. Fullt hefur verið út úr húsi og staðurinn iðað af lífi./Myndir Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Nú hafa bæst við flóruna nokkrir veitingastaðir í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi.

Eins og fram kemur í Fréttablaðinu opnaði nýverið nýr og glæsilegur bar og veitingastaður, 212 – Bar & Bistro í Urriðaholti sem hugsaður er fyrir alla fjölskylduna. Mæðgurnar Helga Ólafsson athafnakona og Katrín Ólafsson eiga og reka staðinn ásamt Jóni Bjarna eiginmanni Katrínar og Fannari. Veitinga­staðurinn stendur á fal­legum stað í Urriða­holtinu þar sem Heið­mörkin blasir við. Katrín er alsæl með hversu vel til tókst með hönnun staðarins og viðtökunum sem staðurinn hefur fengið eftir að þau opnuðu en staðurinn hefur slegið í gegn síðustu daga.

Segðu okkur aðeins frá tilurð staðarins?„Hann kom þannig til að við hjónin fluttum í hverfið og sáu strax að það var fullt langt í næsta veitingastað. Svo Jón fann þetta húsnæði, heyrði í leigusalanum og boltinn fór af stað,“segir Katrín.

Staðurinn er skemmtilega hannaður og hlýleiki settur punktinn yfir i-ið. Hver heiðurinn af hönnuninni?

„Hann Ingólfur á Kollgáta Arkitektúr á Akureyri á heiðurinn af henni, eftir forskrift frá okkur eigendunum.“

Hvaðan kemur nafnið 212 – Bar & Bistro?

„Við vorum búin að fara ansi oft fram og til baka – 212 er vísan í lítið notað póstnúmer hér í Garðabænum sem okkur fannst þurfa smá ást og natni. Svo fannst okkur það bara líta vel út þegar það var búið að búa til úr því lógó. Bar og Bistro er svo í þeirri röð þar sem við viljum leggja aukna áherslu á barhlutann. Þannig viljum við hvetja fólk til þess að sitja og borða við barinn.“

Barinn er hinn glæsilegasti og rúmar marga matargesti í einu.

Hvernig leggst það í ykkur að reka hverfisstað eins og þennan?

„Við erum öll mjög spennt fyrir því. Þó að staðurinn sé að sjálfsögðu fyrir alla þá langar okkur að beina athyglinni svolítið að þörfum þeirra sem búa í hverfinu.“

Hverjar eru helstu áherslur í matargerðinni?

„Þetta verður bæði bar og veitinga­staður þar sem hægt verður að fá hollan og góðan mat í há­deginu til að borða á staðnum eða til að taka með. Eftir því sem líður á kvöldið breytist hann í hefð­bundnari veitinga­stað með mat­seðli,“ segir Katrín og bætir við að mark­miðið sé að vera með mat úr öllum áttum þar sem lögð er á­hersla á hollt og gott hrá­efni. Þannig verður gott úr­val af vegan réttum í bland við hefð­bundin mat en fyrst og fremst boðið upp á góðan mat í bland við skemmti­lega stemningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn