fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Guðdómlega gott kjúklingasalat með sætum kartöflum

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 10:46

Hér er á ferðinni guðdómlega gott og matarmikið kjúklingasalat úr smiðju Berglindar Hreiðars. Myndir/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er endalaust hægt að leika sér með útfærslur af kjúklingasalötum. Hér ein útfærsla að guðdómlega ljúffengu kjúklingasalati úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og ævintýrabloggara hjá Gotterí og gersemar sem fer vel með bragðlaukana. Þetta er matarmikið salat með nóg af krönsi um leið og það var mjög djúsí með salatdressingu úr léttmajónesi sem toppar salatið.

Kjúklingasalat með sætum kartöflum

Fyrir fjóra

Kjúklingasalat

1 stór sæt kartafla

700-800 g kjúklingabringur

1 haus blaðsalat

100 g spínat

1 rauðlaukur

1 mangó

50 g saxaðar Til hamingju döðlur

60 g salatblanda frá Til hamingju

40 g brotnar kasjúhnetur frá Til hamingju

1 krukka fetaostur

Kóríander (má sleppa)

Isio 4 olía til steikingar

Kjúklingakrydd, salt, hvítlauksduft

Hitið ofninn í 200°C. Flysjið kartöfluna og skerið í litla teninga. Setjið í eldfast mót/ofnskúffu, nokkrar matskeiðar af olíu yfir og kryddið eftir smekk. Bakið í ofninum í um 30 mínútur eða þar til kartöflubitarnir mýkjast, snúið nokkrum sinnum á meðan.

Skerið á meðan kjúklinginn niður í bita og steikið upp úr olíu og kryddum, geymið.

Skerið annað hráefni í salatið niður og setjið í fallega skál, blandið síðan öllu saman (kartöflum og kjúkling líka) og berið fram með salatdressingu (sjá uppskrift hér að neðan).

Salatdressing

200 g Hellmann‘s light majónes

50 g sýrður rjómi

2 rifin hvítlauksrif

40 g hunang frá Bio Today

2 tsk. sítrónusafi

2 msk. saxað kóríander

Salt og pipar

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb