fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Helgarmatseðillinn í boði Alberts Eiríkssonar matgæðings

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 12. febrúar 2022 09:59

Helgarmatseðillinn er í boði Alberts Eiríkssonar matgæðings./Myndir aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðurinn af helgarmatseðlinum á matarvef DV.is þessa helgina á enginn annar en Albert Eiríksson matgæðingur og matarbloggari með meiru. Albert veit fátt skemmtilegra að elda og baka dýrindis kræsingar og allra best þykir honum að snæða ljúffeng mat í góðum félagsskap.

Þegar við leituðum til Alberts með helgarmatseðilinn tók hann strax vel í erindið og sagði: „Skemmtileg áskorun. Hér er það sem kom fyrst upp í hugann.“

Hægt er að fylgj­ast með fylgjast með matarbloggi Alberts á bloggsíðunni hans hér.

Í forrétt mælir Albert með þessum dýrðlega ofnbakaða humarrétt:

https://www.alberteldar.com/2021/10/22/humarretturinn/

Humarréttur eitt stórt fat

1/4 lítri þeyttur rjómi
180 g sýrður rjómi
1 msk. majónes
1-2 msk. hvítlauksduft
2 pakkar Golden hrísgrjón
600-900 gr humar
1 askja sveppir
Salt og piparflögur
Ostur
Smá Pipar
Salt
Hvítlaukur

Þeyta rjómann og blanda svo majónesi og sýrða rjómanum saman, setja svo hvítlauksduftið saman við og geyma helst í ísskáp í einn dag.
Sjóða hrísgrjónin og setja í botninn á eldfasta mótinu, steikja humarinn á pönnu með smjöri, hvítlauk og smá salti og pipar og raða ofan á, steikja svo sveppina upp úr smjöri og dreifa yfir, hella rjómasósunni yfir og láta standa aðeins meðan sósan sígur niður, brjóta flögur niður og blanda með rifnum osti og setja yfir og inn í ofn við 180°C þangað til osturinn er brúnaður.

Í aðalrétt mælir Albert með heilum safaríkum og djúsi kjúkling sem þægilegt er að elda:

https://www.alberteldar.com/2021/04/22/kjuklingur-i-ofni/

Heill kjúklingur í ofni

1 heill kjúklingur
1 sítróna
smjör
rósmarín
salt, pipar
olía
kartöflur
timían

Setjið kjúklinginn í eldfast mót með loki. Skerið sítrónu í fernt og troðið henni inn í kjúklinginn. Skerið nokkrar sneiðar af köldu smjöri, farið undir skinnið með fingri fremst á bringu og rennið smjörinu inn undir.

Dreifið kryddi eftir smekk og góðri olíu yfir, t.d. rósmarín með salti og pipar.

Þetta má bíða í klukkutíma. Setjið í ofn við 170°C í rúman klukkutíma eftir stærð.

Tíminn er u.þ.b. þyngd í kílóum x 55. Þessi kjúklingur var t.d. 1,3 kg x 55 = 72 mínútur.

Takið lokið af þegar 20 mínútur eru eftir. Setjið kartöflur í bitum í fatið og dreifið salti, tímían og olíu yfir. Hækkið hitann í 200°C. Salat með eða annað meðlæti.

 

Eftirrétturinn er af betri gerðinni, undurgott tiramisu, það besta sem Albert hefur smakkað og uppskriftin kemur alla leið frá Róm:

https://www.alberteldar.com/2019/11/03/undurgott-tiramisu/

Tiramisu

Á Blómatorginu í Róm, Campo di fiori, er það besta Tiramisu sem ég hef smakkað á Maranega. Til að gera langa Tiramisúsögu stutta þá fékk ég að vita aðferðina. Þar er aðeins notað gæðakaffi, ekkert vín og eggjarauður, en oftast eru eggjahvítur og eggjarauður.

Tiramisu

Lady fingers

2 dl espresso kaffi

4 eggjarauður

50 g sykur (ca 2 msk)

1 dós mjúkur Mascarpone

ca 1 msk. kakó

Vætið Lady fingers upp úr espresso kaffi (þær þurfa ekki að blotna í gegn) og leggið í form. Þeytið eggjarauðurnar ljósar og léttar með sykri. Bætið mascarpone út í og þeytið áfram.  Hellið yfir kökurnar og sigtið kakó yfir. Best er að láta þetta standa í klukkustund í ísskáp. Tilbúið. Og stendur fyrir sínu í öllum sínum einfaldleika.

Nú er bara njóta helgarinnar og bjóða upp á þriggja rétta matseðil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum