fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Landsliðskokkar töfra fram jólakræsingar í jólaboði Sjafnar í kvöld

DV Matur
Þriðjudaginn 6. desember 2022 16:15

Mikið verður dýrðir í jólaboði Sjafnar í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld. Landsliðskokkarnir Gabríel K. Bjarnason sem er nýkominn heim frá Lúxemborg og Sigurður Laufdal bronsverðlaunahafi töfra fram jólakræsingar fyrir gestina. Jóhann Ó. Jörgenson vínþjónn sér um vínpörunina með matnum. MYNDIR/HRINGBRAUT & ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið verður um dýrðir í þættinum Matur og heimili í kvöld þegar þáttastjórnandi þáttarins, Sjöfn Þórðar, býður heim í jólaboð. Landsliðskokkarnir Sigurður Laufdal og Gabríel Kristinn Bjarnason mæta í eldhúsið til Sjafnar og töfra fram dýrindis jólakræsingar og vínþjóninn Jóhann Ólafur Jörgensson sér um að toppa jólahátíðarmáltíðina með vínpörun með hverjum rétti.

Gestir kvöldsins í jólaboði Sjafnar verða þær Berglind Guðmundsdóttir hjá Gulur, rauður, grænn og salt , Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar, Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum Syndum og Þórunn Högnadóttir stílisti sem einnig sá um að dekka hátíðarborðið í tilefni jólaboðsins. Ævintýraljómi jólakræsingana verða í forgrunni þáttarins í kvöld.

„Við elskum starfið okkar og njótum þess að galdra fram jólakræsingar fyrir gesti okkar. Það er líka gaman að prófa nýja hluti eins og við gerum núna en við matreiðum það sem okkur þykir sjálfum gott og langar að borða um hátíðirnar,“ segja þeir Sigurður og Gabríel.

Eins og margir hafa tekið eftir þá elskar Þórunn að skreyta og jólin eru hennar uppáhaldstími. Hún fékk frelsi til að velja þemað í jólaboði Sjafnar með glæsilegri útkomu. „Hér leyfi ég lifandi greni og grænan jólalitnum að njóta sín, það er ávallt svo gaman að vera með lifandi greni,“ segir Þórunn.

Vert er að geta þess að uppskriftir úr þættinum er að finna í Jólablaði Fréttablaðsins sem kom út á dögunum.

Missið ekki af dýrðlegu jólaboði hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og heimili í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

Matur og heimili stikla 6. desember
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 6. desember

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Hide picture