fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Matur

Stórglæsilegt uppdekkað áramótaborð sveipað gulli og silfri sem á eftir að slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 30. desember 2022 13:03

Áramótaborðið hennar Þórunnar Högna á eftir að slá í gegn. Hér fangar Þórunn áramótastemninguna alla leið og þemað er glimmer, gull og silfur með svörtum bakgrunni sem fullkomin áramótablanda. MYNDIR/ÞÓRUNN HÖGNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamlárs- og nýársveislurnar nálgast óðfluga og þá er lag að skreyta heimilið hátt og lágt og vera með uppdekkað áramótaveisluborð sem fangar stemninguna. Þórunn Högna stílisti og fagurkeri með meiru er svo sannarlega með áramótaskreytingarnar á hreinu. Heimilið henna er komið í áramótabúninginn þar sem glimmer, hattar, knöll og glingur eru í forgrunni. Svarti liturinn er ríkjandi og er poppaður upp með gylltu og silfur lituðu skrauti og borðbúnaði sem kemur svo sannarlega með áramótastemninguna. Svo fallegt hjá Þórunni og loksins er hægt að halda alvöru áramótapartí. Allt partídótið fékk Þórunn hjá Confettisisters

Sjáðu myndirnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum