fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Matur

Ómótstæðilegar blinis með þeyttum geitaosti og hunangi steinliggja í áramótapartíinu

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 27. desember 2022 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni áramótanna er lag að fagna með truflað góðum blinis og skála í ljúffengu kampavíni. Þegar til stendur að halda hátíðlegt gamlárs- eða nýárspartí og ykkur langar virkilega til að fá gestina til að standa á öndinni yfir veitingunum, þá eru þessar trufluðu blinis með þeyttum geitaosti og hunangi málið. Hægt er að leika sér með sælkera kræsingar ofan á blinis pönnukökurnar og vera með sýrðan rjóma og kavíar, reyktan lax og piparrótarsósu eða hvaðeina sem bragðlaukarnir elska. Svo er fátt betra en að toppa blinis með reyktum laxi eða bleikju með íslenskri wasabirót.

Að bjóða fram girnilegar blinis með þessari geggjuðu blöndu ofan á og bera fram glæsilega framreidda drykki, þá er partíið ykkar skothelt.  Ég baka ávallt mínar eigin blinis þegar mikið stendur til og þeyti geitaost og toppa með hunangi ofan á geitaostinn, eitthvað sem bragðlaukarnir elska að njóta.  Ég breyti líka til og er stundum með sýrðan rjóma og kavíar, reyktan lax og piparrótarsósu eða jafnvel lax og þeyttan rjómaost.

Blinis að hætti Sjafnar

25 – 30 stykki

400 g bókhveiti

2 tsk. salt

6 dl volg mjólk (má nota laktósafría mjólk)

4 egg

1 dl ólífuolía

Blandið þurrefnunum saman í skál, hellið volgri mjólk út í smátt og smátt og hrærið vel í. Bætið síðan við ólífuolíunni og eggjum út í og látið skálina standa á hlýjum stað í eina klukkustund. Bakið örlitlar blinis á pönnukökupönnu við meðalhita.  Gott að vera með litla ausu sem gefur passlegan skammt. Miða við að fjórar bliniskökur séu bakaðar í einu á pönnukökupönnunni.  Þegar bliniskökurnar eru orðnar kaldar eru þær skreyttar með geitaostinum og hunanginu.

Þeytt sælkera geitaostablanda toppuð með hunangi

150 g af mjúkum geitaosti

4 tsk. rjómi

1 búnt af myntu, saxaðri

1 búnt af steinselju, saxaðri

Raspaður sítrónubörkur af ½ sítrónu

Fljótandi hunang eftir smekk

Þeytið geitaostinn annaðhvort með handþeytara eða í hrærivél þar til hann er orðinn léttur og fagur, bætið síðan við og þeytið saman 4 teskeiðum af rjóma.  Blandið saman litlum skammti af fín söxuðum laufum af myntu og steinselju búnti, rifnum sítrónubörki  af ½ sítrónu og kryddi eftir smekk.  Notið blönduna til að setja á blinispönnukökurnar og í framhaldi úðið örlítið af fljótandi hunangi. Skammturinn passar á um það bil 25 til 30 blinis.

Verði ykkur að góðu og njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn