fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Kaja býður upp á Ráðherrasnittur og helgarmatseðil sem steinliggur

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 2. desember 2022 17:11

Karen Jónsdóttir, betur kunn sem Kaja, rekur Matarbúr Kaju á Akranesi og MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Jónsdóttir matgæðingur og frumkvöðull á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni sem guðdómlega freistandi og eru nokkrar uppskriftirnar úr hennar smiðju. Kaja á og rekur Matarbúr Kaju, Kaja Organic og Café Kaju og trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði hún fyrirtækin sín sem hafa blómstrað á Skaganum undanfarin ár. Regla Kaju er einföld: Allar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki.

Ráðherrasnitturnar hennar Kaju hitta í mark

Kaja gerir til að mynda dásamlega gott frækex sem steinliggur með öllu og svo flott á ostabakkann, í veislurnar og svo er hægt að nýta þau í snittugerð. Svo eru þau svo holl, glútenlaus, ketó og vegan, verður ekki betra. Kaja býður hér lesendum matarvefjarins um á fjórar tegundir af dásamlegum Ráðherrasnittum sem eiga vel við í aðventunni og í jólaboðinu.

„Ráðherrasnittur urðu til þegar ég var beðin um að gera eitthvað skemmtilegt fyrir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, en hún ætlaði að eyða deg­in­um á starfs­stöð sinni á Akra­nesi. Ég ákvað að hafa frækexið okkar sem grunn þar sem það hentar afskaplega vel í svona snittugerð. Við höfum gert snittur í nokkrar veislur og höfum við því bætt við úrvalið og eru komnar fjórar tegundir af frækex snittum,“ segir Kaja.

Snitta með reyktum lax

Lífrænn rjómaostur, grísk jógúrt frá Biobu, sett í filter og vatn látið leka af. Rjómaostur settur í skál og sætt með agave. Laxinn skorinn í mjög þunnar sneiðar. Rjómaostur settur á kexið, lax ofan á og skreytt með ferskri steinselju. Einnig gott að setja dass af rósmarín yfir í stað steinselju.

Snitta með Kaju hummus og gulrótum

Hummus

1 dós kjúklingabaunir 1 dós vatnið tekið af,

1 pressað hvítlauks rif,

1 bolli ólífuolía,

1/3 bolli tahini frá Monki,

1 tsk. sítrónusafi, dass af sjávarsalti.

Allt sett saman í matvinnsluvél. Ef hummus er mjög þykkur þá má bæta meiri ólífuolíu við. 1 teskeið af hummus sett á kexið, gulrót skorin í fernt og sett ofan á hummus, skreytt með prótein spírum frá Eco spírur, dass af svörtum sesamfræjum.

Snitta með súkkulaði rjómaost

Rjómaostur sjá aðferð fyrir ofan, flórsykur settur út í og brætt súkkulaði, hrært varlega saman. Sett í rjómasprautu og sprautað á kexið, skreytt með möndlu og hindberjasultu.

Snitta með Havarti ost og spírum

Smá smjör sett á kexið til að halda ostinum á, ostbiti, graslauksspírur og rúsínur.

Annir hjá Kaju

Nóg hefur verið að gera hjá Kaju síðustu vikur og ávallt ný og spennandi verkefni framundan í framreiðslunni hjá henni.

„Við mæðgur erum nýkomnar heim af sýningunni Nordic Organic Food Fair 2022 sem haldin var í Malmö nú í nóvember en þar vorum við með bás í svo kölluðu „start up zoon“ sem er nýtt fyrirkomkulag á sýningunni. En þar er litlum aðilum boðið að vera með á þeirra forsendum. Við fórum með frækexið okkar á sýninguna til að fá smá endurgjöf. Frækexinu var vel tekið og þótti afburðar gott og einstakt. Tilgangur ferðarinnar var að leita af framleiðanda og dreifingar aðila úti. Aldrei að vita hvað gerist.

„Strax og heim var komið hófst jólaundirbúningur. Við kláruðum sveppasósuna okkar og er hún nú komin með lífræna vottun. En við vinnum eftir græna laufinu sem evrópskur staðall fyrir lífræna ræktun og framleiðslu.  Sveppasósan er komin á markað í þessum töluðu orðum. Vert er að geta þess að sveppasósan fæst enn sem komið er  í Hagkaupum, Fjarðarkaup, Melabúðinni, stóru Nettó verslunum, Frú Laugu og Matarbúri Kaju á Akranes.“

Stundum þarf Kaja að gera undantekningu í matargerðinni þegar hún er að reyna gera allt lífrænt. „Þar sem ekki fæst lífrænn rjómi á Íslandi varð þessi sósa vegan og er grunnurinn kókosmjólk. Þessi sósa er frábær með hnetusteikinni okkar en hátíðarhnetusteikinn bíður þess að komast í nýjar og fallegar umbúðir, væntanlega verður það um helgina.“

Hvað varðar matargerðina það vel ég helst lífrænt og vil gera matinn frá grunni. Ég er ekki mikið fyrir kjöt en fæ mér frekar fisk á diskinn minn og/eða  gott salat og súpur eru í miklu uppáhaldi,“ segir Kaja að lokum og töfrar hér fram fyrir lesendur helgarmatseðilinn sinn.

Helgarmatseðill Kaju steinliggur um helgina

Föstudagur – Ómótstæðilegur grillaður lax með mangósalsa

Ómótstæðilegur grillaður lax með mangósalsa.

Laugardagur – Risarækjusalat með chilli og lime dressingu og Borst súpa

 

Dýrðlegt risarækjusalat með hátíðarívafi 

Borst súpan frá Úkraínu

Sunnudagur – Heilsusamlegt hátíðarandasalat toppað með ferskri wasabirót

Hátíðarandasalat toppað með ferskri wasabirót

„Með sunnudagskaffinu eða í eftirrétt er upplagt að bjóða upp á þessa dýrindisköku.“

Glút­en­laus frönsk súkkulaði- og hesli­hnetukaka í holl­ari kant­in­um

Botn

200 g reyrsyk­ur

4 egg

200 g 70% súkkulaði, má vera dekkra ef minnka á syk­ur­inn og er hægt að nota allt að 100% súkkulaði. Sa­veurs et Nature hent­ar ein­stak­lega vel, til í 70%, 85% og 100%.

200 g ristuð hesli­hnetu­olía frá Vige­an

1 dl möndl­umjöl frá Kaju en möndl­urn­ar koma frá Spáni og eru ein­stak­lega góðar.

Þeytið egg og reyrsyk­ur sam­an þar til bland­an verður létt og ljós. Bræðið súkkulaðið í ol­í­unni við væg­an hita. Blandið mjöl­inu sam­an við eggja­blönd­una, bætið súkkulaðiblönd­unni var­lega sam­an við í lok­in. Smyrjið bök­un­ar­form að inn­an og hellið deig­inu í formið. Bak­ist við 180 gráður í ca. 30 mín­út­ur í stóru formi eða ca. 5 mín­út­ur lít­il form, alltaf gott að ath. með prjóni hvort kak­an sé bökuð en þessi á að vera svo­lítið blaut.

Það er líka hægt að skipta deig­inu í 10 lít­il eld­föst mót og geyma í frysti og baka þegar hent­ar. Kremið geym­ist vel í kæli svo lítið mál er að grípa í það þegar hent­ar.

Krem

150 g 70% súkkulaði

75 g ristuð hesli­hnetu­olía

Bræðið sam­an í potti og setjið yfir kök­una.

Gleðilega helgi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka