fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Matur

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum eru sælkera hátíðarhringir með jólalegu ívafi

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 19. desember 2022 17:13

Þessi dýrðlegi og jólalegi hátíðarhringur á eftir að gleðja sælkerahjörtu um jól og áramót. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta æði sem hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum sælkera hátíðarhringir sem búnir eru til úr allskonar kræsingum sem kitla bragðlaukana. Salathringir, brauðhringir, nutellahringir og hvaðeina sem matarhjartað girnist og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera með jólalegu ívafi. Það er í raun bara að láta hugmyndaflugið ráða.

Hér er á ferðinni virkilega jólalegur og ljúffengur ostapinnahringur sem er einfalt að útbúa. Það má auðvitað raða því sem hugurinn girnist á pinnana en hér kemur hugmynd frá Berglindi Hreiðars sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar sem sló í gegn í jólaboði um daginn.

Hátíðarhringur

1 askja hindber

1 askja brómber

Vínber græn

Maræineruð hvítlauksrif

Ólífur

3 stk. Bóndabrie

1 pk Dóri sterki

Salami

Hráskinka

Langir tannstönglar/aðrir kokteilpinnar

Ferskt rósmarín

Skerið hvern brieost í 8 bita. Skerið ostsneiðarnar í 3 hluta og rúllið hverjum upp. Rúllið salamisneiðum upp/brjótið saman. Rúllið hráskinkusneiðum upp/brjótið saman (skerið hverja í tvennt nema þið séuð með litlar sneiðar). Raðið saman fjölbreyttum pinnum. Raðið pinnunum síðan saman í hring og stingið rósmaríni hér og þar í hringinn til að skreyta. Þessi er frábær að bjóða upp á um hátíðirnar, bæði um jól og áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík