fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 18. desember 2022 12:30

Vegan laufabrauðin hafa notið mikilla vinsælda og rjúka út eins og heitar lummur. Linda Ýr verslunarstýra fagnaði komu þeirra og spennt að geta glatt aðdáendur vegan laufabrauðanna. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan laufabrauðin hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og er ómissandi hluti jólahaldsins hjá mörgum.

„Síðustu jól hafa vegan laufabrauðin selst upp hjá okkur en við ætlum að reyna að tryggja nægilegt framboð þessi jól. Eftirspurnin hefur hreinlega komið okkur á óvart,” segir Linda Ýr Stefánsdóttir, verslunarstjóri hjá Veganbúðinni.

Hún segir að íslenska vegan samfélagið verður sífellt stærra og vöruþróunin eftir því. ,,Það er svo ótrúlega gott að fólk geti verið partur af jákvæðri þróun án þess að þurfa að fórna því sem þeim þykir gott. Þess vegna erum við alsæl með að Gæðabakstri hafi tekist svona vel að steikja laufabrauð án dýraafurða,“ segir hún.

Stórhrifin af laufabrauðshefð Íslendinga

Jewell Chambers, bandaríski áhrifavaldurinn sem býr hér á landi og heldur úti All Things Iceland á samfélagsmiðlum er stórhrifin af laufabrauðshefð Íslendinga. Jewell nefnir að vegan laufabrauðið smakkist eins og hin venjulegu laufabrauð en það sé stórsniðugt að geta boðið upp á þetta bragðgóða laufabrauð fyrir þá sem eru vegan.

Sjá hér: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna