fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Matur

Frumlegasta samsetningin í dag – Beikonvafðar tígrisrækjur

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 12. desember 2022 13:30

Ein frumlegasta samsetningin á smárétti þessa dagana, beikonvafðar tígrísrækjur. Ótrúlega skemmtileg smakkferð fyriri bragðlaukana. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er mikið um jólakokteilboð og alls konar aðventugleði og þá er svo gaman að bjóða upp á fjölbreytt úrval af smáréttum. Svo er upplagt að vera með Pálínuboð þar sem allir koma með einn rétt á borðið. Hér er á ferðinni ótrúlega frumleg samsetning af smárétti sem á eftir að koma á óvart. Berglind okkar Hreiðarsdóttir matarbloggari  hjá Gotterí og gersemar með meiru býður hér upp á beikonvafðar tígrisrækjur og mælir með að dýfa þeim í kalda hvítlaukssósu. Einn frumlegasti rétturinn þessa dagana.

Beikonvafðar tígrisrækjur
25-30 stykki
2 öskjur tígrisrækja frá Sælkerafiski (um 700 g)
13-15 stórar beikonsneiðar
70 g smjör
40 g púðursykur
½ msk. chipotle eða cajun krydd

Tilbúin hvítlaukssósa (til að bera fram með). Hitið ofninn í 200°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Bræðið smjör og sykur saman í potti við vægan hita þar til sykurinn leysist upp og hrærið kryddinu þá saman við. Affrystið, skolið og þerrið rækjurnar. Skerið beikonsneiðar í tvo hluta og vefjið hverri rækju þétt inn í beikon. Raðið á bökunarplötuna og penslið með rúmlega helmingnum af smjörblöndunni. Setjið í ofninn í 15 mínútur, takið út og penslið aftur með smjörblöndu. Stillið á grill (200°C) og setjið aftur inn í ofninn í um 5 mínútur til viðbótar. Berið fram með hvítlaukssósu.

Gaman er að bera réttinn fram á bretti sem má líka skreyta með jólalegri útfærslu. Svo er þessi réttur líka tilvalinn í áramótaveisluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks