Heimsmeistaramótið í matreiðslu stendur nú yfir í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið keppti í seinni keppnis greininni sinni af tveimur í gær. Greinin heitir „Chef’s Table” þar sem eldaður er þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns. Dómefnd mótsins birti niðurstöðurnar fyrir daginn í gær núna rétt í þessu og hlaut liðið silfur verðlaun fyrir frammistöðuna.
Eins og einhverjir muna vann liðið til gullverðlaunana fyrir fyrri keppnisdaginn sinn, síðastliðinn laugardag. Lokaniðurstaða samanlagðrar stigakeppni liggur svo fyrir undir lok dags á morgun. Spennan hér því í hámarki hér í Lúxemborg.
Hér má sjá myndbrot frá gærdeginum: