fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Kokkalandsliðið á seinni degi heimsmeistarakeppninnar – ætlar sér verðlaunasæti

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 13:49

Spennan er í hámarki út í Lúxemborg þar sem íslenska kokkalandsliðið er að keppa á seinni keppnisdegi sínum. Liðið vann gull um helgina í fyrri umferð keppninnar og ætlar sér stóra hluti í dag líka. MYNDIR/BRYNJA KR. THORLACIUS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistarakeppni matreiðslumanna heldur áfram í Lúxemborg og nú er komið að seinni keppnisdegi íslenska kokkalandsliðsins í dag og spennan er í hámarki enda langur og strangur dagur framundan.

Íslenska kokkalandsliðið hóf seinni keppnisdaginn sinn núna í hádeginu hér í Lúxemborg en hér hefur keppnin staðið síðan á föstudag. Eins og kom fram í fréttum á sunnudag vann liðið til gullverðlauna fyrir fyrstu keppnisgreinina sína sem var “Restaurant of Nations” sem saman stendur af þriggja rétta heitum matseðli sem var eldaður fyrir 110 manns. Í dag er keppt í svokölluðu Chef’s Table sem er þrettán rétta fine-dining máltíð fyr­ir 12 manns og lýkur keppninni í dag ekki fyrir undir klukkan 22:00 að staðartíma. Úrslitin verða í þessari grein verða svo kynnt á morgun.

„Þetta kallar á úthald hjá okkar fólki, það er ágætt að hafa tvo daga á milli því það má varla minna vera á milli keppnisgreina sem þessara. Þessir dagar eru nýttir í stanslausan frágang, undirbúning og fíniseríngar. Metnaður er mikill og kröfurnar sem liðið gerir til sjálfs síns eru mjög miklar, segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem á og rekur Íslenska kokkalandsliðið. Þórir er á staðnum með liðinu ásamt nokkrum fulltrúum klúbbsins sem eru hópnum til aðstoðar.

Liðið ætlar sér  að ná verðlaunasæti

Liðið ætlar að fylgja eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðustu Ólympíuleikum í Stuttgart  þar sem þau fengu brons verðlaun fyrir samanlagðan árangur í byrjun árs 2020 sem er framúrskarandi árangur og sá besti til þessa.

Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða er 90 stig, silfur 80 stig og brons 70 stig. Á mótinu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.

Íslenska kokkalandsliðið skipa:

Þjálfari kokkalandsliðsins er: Ari Þór Gunnarsson Fastus

Fyrirliði kokkalandsliðsins: Sindri Guðbrandur Sigurðsson veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Aron Gísla Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides

Erla Þóra Bergmann, Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan

Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac

Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu

Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum

Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt

Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum

Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu

Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides

Marteinn Rastrick, Lux Veitingum

Grjóthörð súkkulaðistytta mætt í hús, center peace, sem þarf að hafa á þjónustuborði liðsins við framreiðslu rétta dagsins. Íslenski víkingurinn í fullri reisn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum