fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Matur

Íslenska kokkalandsliðið vann til gullverðlauna í gær

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 12:48

Íslenska kokkalandsliðið fór á kostum í gær og vann til gullverðlauna fyrri keppnisgrein sinni af tveimur á heimsmeistaramóti matreiðslumanna í Lúxemborg. MYNDIR/BRYNJA Kr. Thorlacius.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í matreiðslu stendur nú yfir í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið keppti í fyrri keppnisgreininni sinni af tveimur í gær. Greinin heitir „Restaurant of nations” þar sem eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 110 gesti. Dómefnd mótsins birti niðurstöðurnar fyrir daginn í gær í morgun og þar fær Ísland gullverðlaun lokaniðurstaða samanlagðrar stigakeppni liggur svo fyrir í lok móts. Liðið verður svo aftur á keppnisvellinum næst komandi þriðjudag þegar keppt er í þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyr­ir 12 manns, en sú keppnisgrein ber nafnið „Chef’s Table”.

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara er að vonum ánægður. „Að koma frá litlu landi er styrkleikinn okkar, við þekkjumst öll og getum unnið mikið saman”. Vísar þar til þess að liðið sem heild hefur færi á að hittast oft og æfa sem sér erfiðara og kostnaðarsamara hjá stóru löndunum”. Hann bætir líka við að samstarf norrænu landsliðana og norræna klúbbanna sé gott og þar liggi líka styrkur. Norrænu löndin er fremst meðal þjóða í þessu fagi. „Fólk er ekki feimið við að deila sinni reynslu öðrum til góða og það er talað um það hér hjá öðrum löndum hvað það sé að skila miklum árangri,“ bætir hann við.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem rekur íslenska Kokkalandsliðið. Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Á mót­inu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.

 

Íslenska kokkalandsliðið skipa:

Þjálfari: Ari Þór Gunnarsson Fastus ( https://kokkalandslidid.is/ari-thor-2022/ )

Fyrirliði: Sindri Guðbrandur Sigurðsson veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar ( https://kokkalandslidid.is/sindri-gudbrandur-2022/ )

Aron Gísla Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar

Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides

Erla Þóra Bergmann, Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan

Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac

Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu

Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum

Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt

Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum

Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu

Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides

Marteinn Rastrick, Lux Veitingum

Mikið var um dýrðir í eldhúsinu hjá kokkalandsliðinu í gær og einbeitningin var til staðar. Hér má sjá gleðina sem ríkir í Lúxemborg þessa dagana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum