fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 25. nóvember 2022 10:23

Þessi dásamlegu jólabollakökutré koma úr smiðju Berglindar Hreiðars. Djúsí og mjúkar með vanillu smjörkremi sem bráðnar í munni. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina er framundan fyrsti í aðventu og þá hefst niðurtalningin í jólin, aðfangadag.  Margir njóta þess að eiga góðar samverustundir í aðventunni og eitt af því sem gaman er að gera saman er að baka og skreyta kökur. Við á matarvef DV.is ætlum að vera duglega að birta jólalegar uppskriftir í aðventunni og gefa ykkur hugmyndir hvað er hægt að gera til að njóta með fjölskyldum og vinum.

Hér er ein ofur einföld og jólaleg uppskrift sem gaman er að útbúa á aðventunni sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Þessi uppskrift er fullkomin til að njóta í aðventunni.

Þessar bollakökur eru djúsí og mjúkar með vanillu smjörkremi sem búið er að sprauta í jólatré. Að sjálfsögðu má sprauta annað munstur á þær en það svo nú er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og hver og einn fái leika sér með sköpunarhæfileikana.

Bollakökujólatré

22-24 stykki

Súkkulaðibollakökur

1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix

4 egg

130 ml Isio 4 matarolía

250 ml vatn

3 msk. bökunarkakó

1 pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)

Hitið ofninn í 160°C og setjið pappaform í álform fyrir bollakökur. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni. Bætið bökunarkakó og Betty dufti saman við, hrærið vel í um 2 mínútur og skafið niður á milli. Bætið búðingsduftinu saman við í lokin og hrærið létt. Skiptið niður í formin og bakið í 18-20 mínútur. Setjið á kæligrind og leyfið kökunum að kólna alveg áður en þið útbúið kremið.

Smjörkrem og skreyting

280 g smjör við stofuhita

500 g flórsykur

¼ tsk. salt

3 tsk. vanilludropar

100 ml rjómi

Grænn matarlitur

Kökuskraut/sykurstjörnur

Flórsykur (til að sigta yfir)

Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér. Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið vel. Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Ég notaði stút 6B frá Wilton og hafði neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré. Setjið sykurstjörnu á toppinn og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.

Gleðilega aðventu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka