fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. nóvember 2022 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir ferðamenn nýta sér Tripadvisor til þess að finna góða veitingastaði þar sem þeir eru staddir í veröldinni hverju sinni. Á síðunni geta notendur gefið veitingastöðum einkunnir og umsagnir og síðan raðast veitingastaðirnir upp í röð eftir einkunnunum. Það getur því skipt veitingastaði töluverðu máli að vera ofarlega á listanum og slæmar umsagnir geta gert töluverðan skaða.

Arabískur skyndibiti slær í gegn

Það kemur nokkuð á óvart að toppsæti listans í Reykjavík skipar veitingastaður sem býður uppá sýrlenskan og arabískan skyndibita eins og shawarma, falafel og döner-kebab. Veitingastaðurinn Arabian Taste opnaði í byrjun árs á Laugavegi 87 og virðist hafa slegið í gegn hjá erlendum ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Samandregið þykir maturinn vera afar bragðgóður, gerður úr gæðahráefnum og þá þykir verðlagið afar hagstætt.

Í ljósi þess að staðurinn er nýr hafa borist 317 umsagnir en þær eru í raun allar lofsamlegar. Þá er eigandi staðarins duglegur að svara umsögnum sem er ekki síður mikilvægt, sérstaklega þegar að kemur að því að einhver verði ósáttur.

Ferðamenn eru alsælir með arabíska skyndbitan Mynd/Af Faceook-síðu Arabian Taste

Meira en bara veitingastaður

Annar nýlegur veitingastaður er skammt undan í öðru sæti listans. Mama Reykjavík á Laugavegi 2 sem opnaði í júní 2020. Um er að ræða vegan veitingstað sem býður upp á súpur, salöt og ýmiskonar góðgæti. Þá er hummusinn sem er í boði vera stórfenglegur. Segja má að Mama Reykjavík sé þó miklu meira en veitingastaður. Þar er mikið um tónleika, fyrirlestra og viðburði sem tengjast heilsu og andlegum málefnum. Stemmingin þykir afar heimilsleg og það fellur vel í kramið. Alls hafa 89 umsagnir borist um veitingastaðinn og eru þær allar afar jákvæðar.

Mama Reykjavík hóf rekstur í júní 2020 Mynd/Facebook-síða Mama Reykjavík

Fremstur í „fine dining

Í þriðja sæti, og efstur veitingastaða sem bjóða upp á „fine dining“, er Lóa Restaurant á Laugavegi 95-99 í húsnæði Center Hotels. Um er að ræða fjölskyldurekinn veitingastað sem opnaði haustið 2019 og hefur slegið í gegn ef marka má umsagnir ferðamanna. Matseðillinn er fjölbreyttur og virðast allir réttir falla vel í kramið, hvort sem um er að ræða kjöt-, fisk- eða pastarétti. Þá minnast gestir sérstaklega á þjónustu staðarins sem þykur afar fagmannleg, hlý og ekki húmorinn ekki langt undan. Alls hafa borist 210 umsagnir um veitingastaðinn þar sem farið er fögrum orðum um upplifunina.

Lóa opnaði haustið 2019 á Laugavegi 95-99 Mynd/Facebook-síða Lóa Restaurant.

Topp 10 listi Tripadvisor varðandi veitingastaði í Reykjavík (miðað við 19. nóvember 2022)

  1. Arabian Taste – Laugavegi 97
  2. Mama Reykjavík – Laugavegi 2
  3. Lóa Restaurant – Laugavegi 95-99
  4. Reykjavík Kitchen – Rauðarárstíg 8
  5. Himalayan Spice – Geirsgata 3
  6. Old Iceland Restaurant – Laugavegi 72
  7. 101 Reykjavík Street Food – Skólavörðustígur 8
  8. Icelandic Street Food – Laugavegur 10
  9. Fiskfélagið – Vesturgötu 2a
  10. Fish & Co – Frakkastíg 25

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb