Á þakbarnum á hótel EDITION er boðið upp á glæsilegar kræsingar og mikið úrval af drykkjum og kokteilum sem eiga sér enga líka. Nýjasta sem í boði verður er bröns sem er algjörlega nýstárlegur og á eftir að vekja lukku. Þakbarinn byrjar með þennan glæsilegan bröns frá og með morgundeginum, laugardaginn 19. nóvember, milli klukkan 12 og 15 með “About Last Night” Boozy bröns og verður í boði alla laugardaga út árið.
Áherslan er á “comfort” matseðil, með klassískum bröns réttum með smá EDITION tvisti.
„Hugmyndin á bak við bröns matseðilinn er að bjóða upp á “recovery” bröns, áherslan er á comfort mat daginn eftir að hafa verið út að skemmta sér eða sem upphitun fyrir kvöldið í góðum félagsskap,“ segir Varun Kukreti yfirkokkurinn á svæðinu og á heiðurinn af matseðlinum.
„Réttirnir eru þessu klassísku bröns réttir en hafa verið uppfærðir með EDITION tvist – Trufflu Mac & Cheese, Humarrúllur á Brioche brauði og krabbasalat á vöfflu. Mjólkurhristingarnir eru líka klassísk með amerískum bröns – og þeir innihalda áfengi, myndi segja að þeir eru skemmtileg nýjung sem enginn annar býður upp á,“ segir Varun sem er orðinn spenntur að taka á móti gestum í bröns.
Það er verið að skapa þessa stemningu sem við upplifum erlendis með löngum bröns, frekar verið að stíla inn á vinahópa að hittast en hin hefðbundna fjölskyldu bröns. Á þakbarnum er stórfenglegt útsýni og ekki spillir að hafa þetta útsýni meðan gestir njóta þess að snæða bröns í góðra vinahópi.