fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 14:00

Jólamatseðill Lemon hefur litið dagsins ljós og kemur með bragðið af jólunum eins og Unnur Guðríður markaðstjóri kemst svo vel að orðið. MYNDIR/LEMON.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin nálgast óðfluga og aðventan er að fara bresta á. Veitingastaðir landsins eru margir komnir í jólabúninginn og jólamatseðlarnir eru farnir að líta dagsins ljós. Þar er veitingastaðurinn Lemon enginn undantekning sem sérhæfi sig í djúsum og samlokum og nú eru það jólasamlokurnar og jóladjúsarnir sem lokka matargesti inn.

Að sögn Unnar Guðríður Indriðadóttur markaðsstjóra Lemon er jólamatseðillinn nú kominn í sölu og verður hægt að fá þessar jólasamlokur og jóladjúsa út desember á Lemon. „Jólasamlokurnar á Lemon eru með eindæmum ljúffengar og jóladjúsarnir búa yfir einstöku jólabragði. Viðskiptavinir Lemon bíða margir hverjir spenntir eftir þessum árstíma, enda er það alveg þess virði,“ segir Unnur Guðríður sem er ávallt spennt fyrir þessum árstíma.

„Jólaskinkan er brakandi fersk og góð, hún er með hamborgarahrygg, pestó, eplasalsa, chili, mangó og spínat. Sweet chili Turkey samlokan er létt og í senn sterk með kalkúnabringu, pestó, chilisultu, chili og spínat. Óhætt er að segja að þær standast allar væntingar þessar samlokur. Með svo góðu bragði af Lemon jólum,“ segir Unnur Guðríður.

Jóladjúsar Lemon eru þrír, Jólakötturinn með eplum, engifer og chai, Ef ég nenni  með mandarínum, ástaraldin og ananas og Christmas flirt sem inniheldur vanilluskyr, epli og chai.

Drykkirnir eru hver öðrum betri, að sögn Unnar Guðríðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka